a few words

//english below//

Ég hef krotað lítil orð á þennan veraldarvef frá því ég var lítil stelpa. Ég hef alltaf eitthvað að segja. Stundum mikið, stundum lítið. Orð heilla og sögurnar sem þau segja og myndirnar sem þau mála eru stórkostlegar. Í víðustu merkingu þessa orðs. Mig hefur alltaf dreymt um að verða rithöfundur og hefur þetta horn mitt hér á vefnum þann tilgang að styðja við þann draum ásamt því að skrá niður og deila augnablikum úr ferðalaginu sem þetta líf er. Ég veit ekki hvort sá draumur verður nokkurn tíman að veruleika, hann hefur falið sig ofaní skúffu síðustu árin. Ég er að leita að honum.

Ég skrifa mikið á ensku þar sem við fjölskyldan eigum vini og ættingja sem tala ekki íslensku. Stundum eiga íslensku orðin það til að fela sig í huganum og þá gríp ég í enskuna til að mála með.

“dagrenning” hefur verið nafnið á blogginu frá upphafi. Ég fann orðið einn góðan veðurdag, elskaði það frá fyrstu kynnum og nú felur það í sér allt sem lífið mitt er. Nýtt upphaf. Ný tækifæri. Að takast á við hvern dag sem óskrifað blað með penna að vopni og búa til eitthvað stórkostlegt.

Þetta snýst nefnilega allt um litlu hlutina í lífinu. Ég er bara stelpa sem er ástfangin af strák og saman eigum við fjögur börn og heim fullan af fegurð og földum fjársjóðum.

Ég heiti Anna Lilja. Ég elska kaffi og sjálfsprottin danspartí í eldhúsinu. Ég er 32 ára. Ég er nemandi. Ég er mamma. Ég er gift besta vini mínum. Ég á fjóra gullmola. Lífið er ótrúlegt, ógnvekjandi, spennandi, dásamlegt, erfitt, ævintýri líkast. Það rífur okkur niður og byggir okkur upp, leiðir okkur þangað sem okkur óraði aldrei fyrir. Það kemur okkur sífellt á óvart og við getum ekki annað en tekið því fagnandi með faðminn opinn, dansað við tónlistina og búið til límonaði þegar okkur eru gefnar sítrónur. Við förum þangað sem það leiðir okkur og tökum þetta einn dag í einu.

Litla fólkið mitt er mér allt, þau gera hvern dag betri og hjálpa mér að taka eftir og njóta litlu hlutanna í lífinu. Og eiginmaðurinn. Ég gæti ekki lifað þessu lífi án hans.

I’ve been scribbling little words on this world wide web since I was a little girl. I always have something to say. Sometimes it’s a lot, sometimes it’s very little. Words are charming and the stories they tell and the pictures they paint are magnificent. In every meaning of that word. I’ve always dreamed of becoming a writer and this corner of mine here on the web is supposed to support that dream and collect and share moments from this journey that life is. I don’t know if this dream will ever become a reality, it’s been hiding in a drawer for the past years. I’m looking for it though.

I write a lot in English since we have a lot of friends and family that don’t speak Icelandic. Somtimes the Icelandic words tend to hide in my mind and then I grab the English words to paint with.

“dagrenning” has been the name of the blog from the beginning. It means dawn. I came upon the word one day and I fell in love with it and what it stands for, which sort of is everything my life is right now. New beginnings. New chances. To embrace each day and deal with it like an unwritten piece of paper with your pen as your sword and create something beautiful and amazing.

Because true happiness is found in the little things. I’m just a girl who’s in love with a boy and together we have a life and four kids and a world full of wonder and hidden treasures.

My name is Anna Lilja. I love coffee and spontaneous dance parties in the kitchen. I’m 32 years old. I’m a student. I’m a mom. I’m married to my best friend. I have four kids and they are gold. Life is incredible, scary, exciting, wonderful, hard, an adventure. It tears us down and builds us up, it leads us where we never thought we could go. It’s a constant stream of surprises and there is nothing we can do but embrace it with open arms, dance along with the music and make lemonade when lemons are handed to us. We go where it leads us and take it one day at a time.

My tiny humans are everything and they make each day better and help me notice and enjoy the little things in life. And my husband. I couldn’t do this life without him.