vertu velkomið haust // so here we are and we’re ready for autumn

vertu velkomið haust // so here we are and we’re ready for autumn

Eins og venjulega þá byrjar mig að klæja í fingurna að skrifa hér inn og deila með ykkur orðum og augnablikum þegar haustrútínan fer í gang.

Ég hef verið að hugsa mikið um síðasta ár og hvað það var í raun og veru. Allt sem við afrekuðum. Allt sem gerðist og gerðist ekki. Mig langar svo að gera meira úr þessu litla svæði. Skrifa meira. Deila meira. Þó það sé ekki nema bara fyrir sjálfa mig. Lífið gerist svo hratt og það er ómetanlegt að koma hingað og lesa aftur textabrot um minningar og atburði sem gerðust fyrir einhverjum mánuðum eða jafnvel árum. Þetta er svolítið eins og að fara í gegnum gamlar myndir. Eða myndbönd. Ég fann lítið myndbrot af Erik Ómari tveggja ára að borða ís í Kaliforníu og ég táraðist af svo mörgum ástæðum og ótalmargar tilfinningar helltust yfir mig bara út af þessu litla myndbroti.

Skólinn er byrjaður hjá öllum á okkar heimili. Meira að segja Ragnar Emil fær að taka þátt og kúra í mömmufangi á meðan ég hlusta á fyrirlestra og les upphátt fyrir hann upp úr skólabókunum. Hann hlær bara og brosir til mín. Heldur örugglega að ég sé dálítið skrítin. Aðdáunin í augnaráði hans segir hins vegar aðra sögu. Ég vissi ekki að hjartað mitt gæti vaxið meira en það var heilmikið pláss eftir handa þessum litla manni.

Olræt. Komum þessu hausti af stað.

//

Every time the fall routine starts I feel this longing to write something here and share with you. We are getting back into the swing of things and it feels good.

I’ve been thinking a lot about this last year and what it really was. Everything we accomplished. Everything that happened and didn’t happen. How much we’ve grown. I really want to do more with this space. Write more. Share more. Even if it’s mostly for myself. Life happens so quickly and it’s incredibly valuable and precious to look through and read again about moments and memories from a few months ago or even years. It’s like going through a stack of old photos. Or watching little homemade videos. I found a little video of Erik Ómar, two years old, adorable, eating ice cream in California and I started crying for so many reasons and I felt all the feelings just because of that little video.

School has started for everyone in our home. Even Ragnar Emil gets to participate and cuddle up in my arms while I listen to lectures and read to him out loud from my school books. He laughs and smiles at me. Probably thinks I’m a little weird. But the adoration in his eyes tells me different. I didn’t know my heart could grow so much but it turns out there was a whole lot of room left in it for this little guy.

All right. Let’s get this fall going. Or autumn. I kinda like the second word better.

2
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.