bananapönnukökur // banana pancakes

bananapönnukökur // banana pancakes

Ég sýni stundum á Instagram þegar ég baka með krökkunum og þá sérstaklega þegar við skellum í banana pönnukökur. Ég er stundum spurð hvaða uppskrift ég nota svo mér datt í hug að deila henni hér. Þetta er einfalt, fljótlegt, hollt, ljúffengt og krakkarnir elska þetta. Það lenda allir í því að eiga nokkra gamla banana í eldhúsinu sem enginn hefur lyst á að borða og þá er tilvalið að nota þá í þessa uppskrift. Eða bananabrauð. Hér er hún.

4 egg
3 bananar
3 dl hveiti
1 msk sykur (má sleppa)
Smá kanill

Aðferð:
1. Létt þeytið eggin
2. Stappið banana og blandið saman við eggin
3. Bætið hveitinu smám saman við blönduna
4. Bætið við kanil eftir smekk
5. Hitið smjör á pönnukökupönnu og bakið pönnukökuna á hvorri hlið þar til hún er tilbúin
6. Borið fram með smjöri, osti eða hverju því sem ykkur finnst best
7. Njótið!

//

I sometimes show on Instagram when I’m baking with the kids and especially when we decide to dive into some banana pancake making. I sometimes get asked what recipe I use for them and so I thought I would share it here. It’s simple, quick, healthy, delicious and the kids love it! Once in awhile, everybody come across a lonely banana or two in their kitchen which are perfect for this recipe. Or banana bread. Here it is.

4 eggs
3 bananas
3 dl flour
1 tbsp sugar (you can skip it)
A little cinnamon

The How To:
1. Whisk the eggs together until light
2. Smash the bananas, add them and mix together with the eggs
3. Slowly add the flour
4. Add a little cinnamon for taste
5. Heat butter on a pancake pan and bake the pancake on each side until it’s ready
6. Serve with butter, cheese or whatever you like
7. Enjoy!

1
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.