signed, sealed, delivered I’m yours…

Við hlaupum að kirkjunni. Droparnir hrynja niður af himnum og mála listaverk á bláa kjólinn minn. Ég tel börnin, eitt, tvö, þrjú. Eiginmaðurinn lagar bindið með blómamunstrinu. Síðan höldum við af stað, trítlum inn kirkjugólfið og komum okkur fyrir á fremsta bekk. “Hvað er að gerast?” spyr eldri sonur minn. “Það er eitthvað rómantísk að gerast”, svara ég. Og rómantískt var það því litla systir mín giftist rauðhærðu ástinni sinni þann 9. júní.

Með tárin í augunum horfði ég á föður minn fylgja yngsta barninu sínu inn kirkjugólfið. Þau voru svo falleg. Við hinn endann beið framtíðin og hamingjan skein úr augum hans þegar hann horfði á ástina sína. Hún táraðist. Þrátt fyrir að hafa ekki ætlað að gera það. Þessi stund. Þessi ljómi sem umvafði þau og fyllti loftið af rómantísku ryki sem fauk í augun á viðstöddum.

Strákarnir mínir voru hringaberar. Allir þrír. Sá yngsti bar ábyrgðina. Sá eldri steig fram til stuðnings. En pabbi gerir allt auðveldara svo hann dansaði með strákunum sínum upp að altarinu og hjálpaði þeim að afhenda hringana. Krúttin mín.

Þau lofuðu öllu fögru, skrifuðu undir með kossi og héldu af stað út í lífið, regnið og sápukúlurnar. Saman.

Þessi dagur var dásamlega fallegur þrátt fyrir regnið. Þessi hjón eru umvafin svo ótrúlega góðu fólki og dýrmætum vinum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í deginum þeirra og hlakka til að sjá hvaða veislu lífið hefur uppá að bjóða handa þeim.

//

We run towards the church. Raindrops are falling from the sky, painting some kind of artwork on my blue dress. I count the kids, one, two, three. The husband fixes the floral tie. And then we start walking down the aisle and find our seats in the front. “What’s happening?” my older son asks. “Something romantic is happening” I say. And romantic it was because my little sister married her redheaded love on June 9th.

With tears in my eyes I watched my father walk his youngest child down the aisle. They were so beautiful. On the other end the future was waiting and joy and happiness sparkled in hi eyes as he watched his love walk towards him. She broke into tears. Even though she didn’t mean to. This moment. This glow around them filled the air with romantic dust which then blew into the eyes of the audience.

My boys were ring bearers. All three of them. The youngest one was responsible. The older one stepped forward to offer support. But daddy makes everything easier so he danced with his boys towards the radiant couple and helped them give them the rings. My sweethearts.

They promised to love and cherish each other, signed the deal with a kiss and started their journey towards life, the rain and the bubbles waiting outside. Together.

This day was full of delight, wonder and beautiful in every way despite the rain. This couple is so blessed and surrounded by incredibly good people and treasured friends. I am so grateful for the honor of being a part of their day and I can’t wait to see what life has in store for them.

My husband sang at the wedding and his voice followed the crowd out of the church. At the reception he sang Ed Sheeran’s beautiful song Perfect along with the very talented Harpa Vilborg Ragnarsdóttir Schram. I recorded it but my view wasn’t great so let the music guide you and listen to this beautiful rendition of Perfect.

3
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.