næsta stopp, noregur // next stop, norway // heia norge

Það er allt að gerast. Lítil prinsessa verður 1 árs á morgun og fyrsta barnið sem gerði mig að móður fyrir 5 árum á afmæli á föstudaginn. Litla systir mín giftist draumaprinsinum á laugardaginn var og það var stórkostlegt. Dásemd. Yndislegt út í gegn. Þvotturinn er bókstaflega að taka yfir heimilið og ég get núna sagt ykkur að eftir rúman mánuð flytjum við til Noregs. Við stóðum á krossgötum og fyrir nokkrum vikum varð okkur ljóst að vegurinn liggur til Noregs. Eiginmaðurinn komst inn í nám sem hann hefur lengi langað í sem er kennt í Nord Universitet í litlum bæ sem heitir Steinkjer. Við ákváðum að selja íbúðina okkar hér og kaupa okkur hús í Noregi. Við erum búin að finna mjög fallegt hús sem okkur langar til að kaupa og nú erum við bara að bíða og gera allt sem við getum til þess að eignast það. Strákarnir mínir eru komnir með pláss á leikskóla. Þetta hefur verið mikill tilfinningarússíbani og er það enn. Ég grét stórum tárum í morgun þegar ég lét leikskólastjórann þeirra hér vita að ég þyrfti að segja upp plássinu þeirra fyrir næsta haust. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um leikskólann þeirra og allt sem starfsfólkið þar hefur gert fyrir okkur.

Þetta verður ævintýri og þroskandi ferðalag fyrir okkur öll. Við munum öll þurfa að takast á við nýjar áskoranir og við munum gera það saman. Erik Ómar er svo spenntur að hann er löngu byrjaður að pakka dótinu sínu ofan í plastpoka og tóma skókassa. Nokkrum Lego kubbum. Lestarteinum. Bangsanum sínum. Einu eða tveimur Playmo leikföngum. To do listinn er langur fyrir hvern dag og við erum ótrúlega spennt. Og stressuð líka. Þetta er allt að gerast.

Dóttirin er komin í fyrstu skóna og hún mun þramma á þeim alla leið yfir hafið.

//

It’s all happening. A little princess turns one tomorrow and my first baby who made me mother 5 years ago has a birthday as well on Friday. My little sister married her prince charming on Saturday and it was amazing. Wonder. So incredibly lovely. The laundry is literally taking over the apartment and I can now tell you that we are moving to Norway in about a month or so. We were at a crossroads and a few weeks ago we realized that our road leads to Norway. The husband got accepted into Nord Universitet which is situated in a small town called Steinkjer. We decided to sell our apartment here in Iceland and buy a house in Norway. We have already found a beautiful house we want til buy and we are doing everything we can to make it ours. My boys have been accepted at a preschool there in the fall. This has been a real and huge emotional roller coaster and it still is. I cried this morning when I told their current preschool director they wouldn’t continue in the fall. We really love their preschool  and all their teachers and everything they have done for us.

This will be a great adventure and a chance to grow for all of us. We are all going to have to face new challenges and we will do it together. Erik Ómar is really excited and he has already started packing his toys into plastic bags and empty shoe boxes. A few Legos. Train tracks. His teddy bear. One or two Playmo toys. The to do list is long for each day and we are really excited. And nervous too. It’s all happening.

My daughter got her first pair of shoes and she will walk in them all the way across the ocean.

 

6
Share:

2 Comments

 1. Anita
  June 11, 2018 / 8:20 pm

  Hi. Didn’t know you where moving to Norway! Maybe we will see each other in Icelandbefore you leave. Eather way, good luck with a new start in Steinkjer. God bless you!

  • Anna Lilja
   Author
   June 11, 2018 / 10:12 pm

   Yes!! It all happened so fast 🙂 When will you be in Iceland? It would be great to see you 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.