lífið og breytingar // life and changes

Ég er á lífi. Fyrsta árinu í uppeldis- og menntunarfræði er lokið. Þetta hefur gefið mér meira en mig grunaði og sýnt mér að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Þrjú kríli á hliðarlínunni stóðu sig eins og hetjur í að hvetja mömmu sína áfram og áttum við margar góðar lærdómsstundir saman, hver á sinn hátt. Ég hlakka til að takast á við framhaldið í allri sinni dýrð.

Lífið kemur stöðugt á óvart. Og við verðum að rúlla með breytingunum eins og þær koma. Þær styrkja okkur á ótal vegu og kenna okkur svo margt um okkur sjálf, lífið og aðra. Mér er að minnsta kosti ekki ætlað að lifa inní þægindarammanum og hef ég fengið að upplifa það síðustu árin. Ramminn er þægilegur. Hann er notalegur. Það er virkilega óþægilegt að vera ýtt út fyrir hann og tekur það mig yfirleitt svolitla stund að aðlagast breyttum aðstæðum. En þrátt fyrir að mig langi oft að hoppa aftur inní rammann þá finn ég og veit hvað það er margfalt betra að takast á við lífið út fyrir rammann og fagna reynslunni því hún styrkir mig og gerir mig að betri manneskju.

Lífið hefur hent okkur fram og til baka þetta misserið. Það eru stórar breytingar í vændum hjá okkur og ég get loksins sagt að við erum bara orðin meira spennt heldur en stressuð fyrir því sem koma skal. Ég get sagt ykkur meira frá því á næstu dögum þegar smáatriði og stór atriði eru komin betur á hreint. En ég get sagt ykkur að ég mun vera dugleg að deila ævintýrum okkar, bæði hér og á Instagram, og þið eruð velkomin að fylgjast með okkur. Ævintýrin sækjast í okkur og okkur finnst það ekkert leiðinlegt. Við látum okkur dreyma, tökum áhættur og klifrum í trjánum og förum yfirleitt eins hátt og við getum. Og við gerum það saman og söfnum hversdagslegum fjársjóðum í leiðinni. Það er það sem lífið snýst um.

//

I’m alive. My first year in Education Studies is finished. This has given me more than I could ever have imagined and showed me that anything is possible if you set your mind to it. Three kiddos on the sideline have shown their true nature as superheros in encouraging and inspiring me on this journey and we have shared many good study sessions together, each in our way. I look forward to continue on this voyage in all it’s glory.

Life hits you with all kinds of everything and it surprises you almost on a daily basis. And we have to roll with the punches and changes as they come. They make us stronger in so many ways and teach us valuable things about ourselves, life and others. It’s become clear to me over the years that I’m not meant to live life within the safe walls of my comfort zone. The zone is comfortable. It’s cozy. And it’s really uncomfortable to be pushed beyond it and it usually takes me a little while to adjust. Despite sometimes wanting to jump right back behind the walls, I feel and know how much better it is to tackle and embrace life on the outside of my comfort zone and celebrate the experience because it makes me stronger and it makes me a better person.

Life has certainly thrown us back and forth like a boomerang this semester. There are some huge changes ahead and I can finally say that we are getting more excited than nervous about what is to come. I can tell you more about it in the next days when some details and bigger issues have been sorted out. But I can tell you that I will do my very best to share our adventures, both here and on Instagram and you are welcome to follow along. The adventures seek us out and we don’t complain. We dare to dream, we take risks and we climb trees and we usually go as high as we can. And we do it together and collect everyday treasures along the way. That’s what life is about.

3
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.