lítil jólabréf // little christmas letters

lítil jólabréf // little christmas letters

Kæra jólatré,
takk fyrir að leyfa strákunum mínum að þekja greinarnar þínar með fallegu skrauti. Þó flest skrautið hafi endað á einni grein. Eða kannski tveimur, hlið við hlið. Það var að minnsta kosti mjög bjart yfir einni hliðinni þinni þar til ég laumaðist til að jafna það út. Takk fyrir að leyfa þeim líka að færa skrautið til á hverjum einasta degi. Það gleður augað að sjá annað hvert skraut á nýrri grein í hvert sinn sem ég kem inn í stofu. Þú lýsir upp skammdegið og gerir það notalegt.

Kæra jólastress,
takk fyrir að láta okkur í friði.

Kæru jólagjafir,
takk fyrir að gleðja lítil og stór hjörtu og gefa okkur tækifæri til þess að gefa og gleðja þá sem okkur þykir vænt um. Lilja Kristín á þó sigurinn í pakkaopnun. Það er alveg á hreinu. Eina leiðin til að opna þessa pakka er að rífa þá í sundur með tveimur litlum tönnum sem pirra góminn.

Kæri jólaboðskapur,
takk fyrir að minna okkur á hvers vegna við höldum jólin og hvað það er sem skiptir raunverulega máli. Friður, kærleikur, gleði, góðvild, þakklæti…

Kæra magapest,
ég get eiginlega ekki þakkað þér fyrir nærveru þína. Greyið börnin mín hafa hýst þig til skiptis alla jólahátíðina. Ég sem ætlaði ekki að þvo neinn þvott þessa vikuna. Þú mátt alveg láta þig hverfa áður en nýja árið kemur. Takk og bless.

Kæra jólafrí,
takk fyrir að vera til og gefa okkur tíma saman. Við dönsuðum um í tjullpilsi, klipptum í burtu litlar krullur, spiluðum spil, byggðum veröld úr Legó, horfðum á Star Wars, lásum bækur, hoppuðum í sófanum, sváfum öll saman í klessu í einu rúmi, skreyttum jólatréð, bökuðum smákökur, gáfum gjafir, héldum jól og svo ótal margt fleira. Nú læðumst við saman inní nýja árið og getum ekki beðið eftir því að sjá hvaða ævintýri það hefur að geyma.

//

Dear Christmas tree,
thank you for letting my boys decorate your branches with beautiful ornaments. Although most of the ornaments ended up on one branch. Or maybe two, side by side. One corner of your splendid self was at least incredibly lit up until I snuck to even it out. Also, thank you for letting them move the ornaments around every single day. It’s pleasing to the eye to see every other ornament on a a new branch every time I come into the living room. You brighten up the dark days of winter and make them cosy.

Dear Christmas stress,
thank you for leaving us alone.

Dear Christmas presents,
thank you for filling little and big hearts with joy and giving us an opportunity to give and make the ones we love happy. However, Lilja Kristín is the winner when it comes to opening presents. Without a doubt. The only way to open these presents is to tear them apart with two little teeth itching their way through.

Dear Christmas spirit,
thank you for reminding us why we celebrate Christmas and what it is that matters most. Peace, love, joy, kindness, thankfulness…

Dear stomach ache,
I really can’t thank you for your presence. My poor children have taken turns putting up with you all Christmas. I wasn’t going to do any laundry this week but I kissed that plan goodbye. You are kindly asked to leave before the new year arrives. Thank you and goodbye.

Dear Christmas vacation,
thank you for existing and giving us time together. We danced around in a tutu, cut away tiny curls, played games, built a world out of Legos, watched Star Wars, read books, jumped on the couch, slept all squished together in one bed, decorated the Christmas tree, baked Christmas cookies, gave presents, celebrated Christmas and so many other things. Now we tiptoe together into the new year and we can’t wait to see what adventures it has to offer.

 

 

 

 

 

 

//

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.