lítil bréf í stað lærdóms // little letters instead of studying

lítil bréf í stað lærdóms // little letters instead of studying

Kæri bleyjuleikur,
getum við unnið, plís? Dóttir mín færi létt með að nýta sér ókeypis bleyjur næsta árið. Sjáðu bara hvað hún er sæt?!? Litli bossinn hennar lítur svo vel út í Libero bleyju. #ÉgVelLibero

Kæra sólarljós,
takk fyrir að skína geislum þínum til okkar í dag. Þú ert svo mikið gull og þú fegrar haustlaufin með ljóma þínum.

Kæri þvottur,
takk fyrir síðast! Þú virðist vera eilífðar fyrirbæri, eilífðar vinna, endalaust brotinn og óbrotinn saman hvar sem þú ert. Þú kannt svo sannarlega að dreifa gleðinni.

Kæru synir,
ég skil að þið séuð hræddir, en það er ekkert ljón í skápnum, engin vélmenni undir rúminu og pabbi ykkar sefur á gólfinu. Hugsið um ljósin í glugganum sem stjörnuljós eða englaryk. Þið þurfið ekkert að óttast. Ég elska ykkur.

Kæri eiginmaður,
takk fyrir að sofa á gólfinu inni hjá strákunum. Stóra, mjúka og notalega rúmið hinu megin við ganginn saknar þín. Fórn þín er mikils metin og ég vona að hún verði þess virði. Ég elska þig!

Kæru reikningar,
látið ykkur hverfa, ég grátbið ykkur!

Kæri kaffibolli,
ó þú fallega, fallega, fyrirbæri. Þú ert það besta við þessa köldu morgna, á eftir börnunum mínum að sjálfsögðu. Það er þér að þakka að ég rata út í bíl til þess að keyra demantana mína í leikskólannn. Þú hefur líka hjálpað mér í gegnum þónokkur verkefni og ritgerðir fyrir skólann. Ég gæti þetta ekki án þín.

Kæru börn,
þið gerið lífið svo mikils virði. Þið eruð mér allt og ást mín til ykkar er endalaus og ég mun ávallt vera til staðar fyrir ykkur. Ég vona að þið gleymið aldrei að skína því ljósið ykkar skiptir máli. Þið skiptið máli.
Ást til ykkar.

 //

Dear diaper game,
can we win please? My daughter could really use free diapers for a year. I mean, look how cute she is?!? Her baby butt sure looks good in a Libero diaper. #ÉgVelLibero

Dear sunlight,
thank you for shining your rays down upon us today. You are golden and you make the autumn leaves look pretty.

Dear laundry,
hello again! You seem to be forever present, keeping me forever busy, forever folding. You sure know how to spread the joy.

Dear sons,
I feel your fear, but there is no lion in the closet, no robots under the bed and your dad is sleeping right there on the floor. Think of the lights in the window as starlight or angel dust. You don’t have to be afraid. I love you.

Dear husband,
thank you for sleeping on the floor in the boys’ bedroom. The big, comfortable bed across the hall truly misses you. Your sacrifice is appreciated and I hope it works. I love you!

Dear bills,
please go away! Get lost!

Dear cup of coffee,
oh you pretty, pretty thing! You are the best thing about these cold mornings, after my kids of course. Thanks to you, I’m able to find my way to the car and drive my gems to preschool. You have also been there for me through quite a few assignments and essay writings for school. I couldn’t do this without you.

Dear children,
you make life so worth it. You are my everything and my love for you is forever lasting and I will always be there for you. I hope you never forget how to shine your light. It matters. You matter. Love, love.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.