krullur og knús í hjartað // curls and cuddles for the heart

krullur og knús í hjartað // curls and cuddles for the heart

Það er svo margt í þessu lífi sem gefur mér svo mikið knús í hjartað að ég tárast. Það er líka ógurlega margt sem gefur mér sorg í hjartað með sömu afleiðingum en þessi orð fjalla ekki um það. Ég gæti skrifað langan lista um knúsin í lífi mínu en ég ætla bara að nefna nokkur sem áttu sér stað í dag.

♡ Þegar ég er að lesa dýrabókina með strákunum mínum og eldri sonur minn kallar þvottabjörninn “þvottapoka” og segir svo “úps, ég ruglaðist bara” – ég get ekki annað en hlegið. Svo mikið. Og knúsað hann af öllu hjarta fyrir að vera svona mikið krútt.

♡ Þegar litla stelpan mín hlær af innilegri gleði því bræður hennar eru svo fyndnir. Hún er með sætasta hlátur sem ég hef heyrt.  Og hann bræðir í hvert sinn.

♡ Þegar strákarnir sitja í gluggakistunni og horfa á pabba sinn setja upp jólaljósin á svölunum.

♡ Þegar yngri sonur minn setur á sig derhúfu og segir “ég er töffari” og labbar svo um stofuna eins og hann sé mesti töffarinn.

♡ Þegar eldri sonur minn tekur utan um andlitið mitt með báðum höndum, gefur mér nebbakoss og hvíslar “ég elska þig mamma.”

♡ Þegar yngri sonur minn dregur mig með sér inní herbergi og segir “mamma komdu aðeins, ég ætla að sýna þér svolítið” og tekur sér svo stöðu í dyrunum með útréttar hendar og segir “ta-daaa!”

♡ Þegar englarnir mínir segja “ég skal hjálpa þér mamma.”

♡ Ljóminn í augum Eriks Ómars þegar hann fær að skafa kremið úr skálinni.

♡ Krullurnar á Aroni Ívari þegar hann er búinn í baði.

♡ Brosið hennar Lilju Kristínar þegar hún sér mig.

//

There are so many things in this life that cuddle my heart in such a way that it makes me break into tears. There are also many things that fill my heart with sorrow with the same result but these words are not about that. I could write a long list about the cuddles in my life but I’m only going to mention a few that happened today.

♡ Literally translated, a racoon is a wash-bear in Icelandic. So when my older son calls the raccoon a “washcloth” when we’re reading the animal book, I can’t not laugh. And hug him so tight for being so cute.

♡ When my little girl laughs with such sincere joy because her brothers are so funny. She has the most adorable laugh I have ever heard. And it melts my heart every time.

♡ When my boys are sitting in the window and watching their father put up Christmas lights on the balcony.

♡ When my younger son puts on a baseball cap and says “I’m cool” and walks around the living room like he owns the place.

♡ When my older son puts his little hands on my cheeks, gives me a nose kiss and whispers “I love you mamma.”

♡ When my younger son takes my hand and pulls me towards his bedroom and says “come on mamma, I want to show you something” and then he stands in the doorway with arms stretched out and says “ta-daaa!”

♡ When my angels say “I want to help you mamma.”

♡ The light in Erik Ómar’s eyes when he’s allowed to eat the rest of the frosting from the bowl after baking.

♡ Aron Ívar’s curls after he takes a bath.

♡ Lilja Kristín’s smile when her eyes find me.

 

 

0
Share:

1 Comment

  1. Asta Schram
    November 21, 2017 / 1:09 pm

    ❤️

Leave a Reply

Your email address will not be published.