lítil bréf // little letters

lítil bréf // little letters

Kæri kaffibolli,
mig langaði bara að segja þér að ég elska þig og þakka þér fyrir að bjarga lífi mínu í morgun.

Kæru gulu sokkar með myndum af þvottabjörnum,
það sem þið gleðjið hjarta mitt! Og takk fyrir að halda tánum mínum hlýjum og krúttlegum.

Kæri þvottur,
þú tekur alltof mikið pláss í íbúðinni okkar og mér þætti vænt um ef að þú gætir brotið þig saman og falið þig inni í skáp. Takk fyrir.

Kæra eldhús,
mikið er þetta stórkostleg hugmynd að hafa vask með rennandi vatni! Strákarnir mínir elska að “vaska upp” og leika sér með vatnið og sápuna þangað til þeir eru rennandi blautir í gegn. Takk fyrir  endalausu gleðina sem þessi leikur býr til.

Kæra dóttir,
þú ert bara allof sæt og yndisleg. Takk fyrir að gefa lífi mínu nýja merkingu, takk fyrir að gefa okkur ástæðu til að brosa á hverjum degi, takk fyrir að leyfa mér að vera mamma þín. Ég elska þig.

Kæri sonur sem er fjögurra ára,
þú ert svo frábær strákur. Takk fyrir að segja mér sögurnar þínar á hverjum degi. Takk fyrir að koma mér til að hlæja. Takk fyrir hvað þú ert góðhjartaður og hugulsamur. Takk fyrir að leyfa mér að sjá heiminn í gegnum augun þín. Ég elska þig til tunglsins og aftur til baka.

Kæri sonur sem er tveggja ára,
gerðu það hættu að hoppa í sófanum! Ég er hrædd um að þú eigir eftir að fljúga á krúttlega krullaða hausinn þinn einn daginn. Þú ert svo flottur strákur og ég elska þig fram og til baka, alveg eins og þú segir við mig á hverju kvöldi. Takk fyrir góða og fallega hjartað þitt, brosin þín og einlægu forvitnina þína.

Kæra haust,
takk fyrir stórkostlegu litina þína og fyrir að gera loftið ferskt og veröldina fallega. Ég elska þegar þú leikur þér við morgunsólina og gefur strákunum mínum ástæðu til að dást að litríkum laufblöðunum og hoppa í polla.

//

Dear cup of coffee,
I just wanted to tell you that I love you and thank you for saving my life this morning.

Dear yellow socks with pictures of racoons on it,
you make me happy and thank you for keeping my feet warm and cozy.

Dear laundry,
you are taking up too much space in our apartment and I would appreciate it if you could pick yourself up and hide in the closet. Thank you.

Dear kitchen,
what a great idea to have a sink with running water! My boys love to “do the dishes” and play with the water and soap until they are completely wet. Thank you for this never ending game of fun.

Dear daughter,
you are too cute and adorable to resist. Thank you for giving my life a whole new meaning, thank you for making us smile every day, thank you for allowing me to be your mother. I love you.

Dear son who is four years old,
you are such an amazing kid. Thank you for telling me your stories every day. Thank you for making me laugh. Thank you for your kindness and for being so thoughtful. Thank you for letting me see the world through your eyes. I love you to the moon and back.

Dear son who is two years old,
please stop jumping on the couch! I’m afraid you’ll fly off one of these days and hurt your adorable curly head. You are such a cool kid and I love you back and forth, just like you say to me every night. Thank you for your kindness, your smiles, your curiosity.

Dear autumn,
thank you for your splendid colors and for keeping the air crisp and the world beautiful. I love when you play with the morning sun and give my boys a reason to marvel at the colorful leaves and jump into puddles.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.