sweet child of mine //

Við vorum í hliðarherberginu. Ég klæddi hana í skírnarkjólinn og lagaði bleiku slaufuna. Hún brosti og byrjaði strax að troða slaufunni upp í sig. Eiginmaðurinn var frammi, á hlaupum á eftir litlu strákunum okkar. Þegar tíminn var kominn þá lagaði ég slaufuna hennar í tíunda skiptið og svo gengum við fram, fundum restina af liðinu okkar og gengum svo inn í kapelluna með prestinum. Fjölskylda og vinir sátu allt í kring, bróðir minn spilaði fallega tóna á píanóið og sólin var í gamnislag við skýin fyrir utan kirkjuna og sendi geisla sína öðru hverju inn um gluggana til að kíkja á okkur.

Dóttir okkar var umvafin fallegri tónlist og blessun á skírnardaginn sinn. Pabbi hennar söng til hennar í byrjun athafnarinnar ótrúlega fallega útgáfu af Sweet Child O’ Mine með Guns N’ Roses. Athöfnin sjálf var svo fléttuð saman með skírnarsálminum Ó blíði Jesú blessa þú og Leiddu mína litlu hendi sem allir sem viðstaddir sungu saman í fallegum kór. Í lokin söng svo afi hennar til hennar, ásamt fögru fylgdarliði, lag og ljóð sem hann samdi sjálfur.

Þetta var falleg athöfn. Lilja Kristín virti fyrir sér andlitin í salnum af miklum áhuga. Hún var ekki sátt við að vera lögð niður þegar hún var skírð og fyllti kapelluna af nokkrum vel völdum tónum. Hún var svo ekki lengi að jafna sig þegar skvettan var búin og brosti til áhorfenda með dropana á nefinu. Elsti bróðir hennar lék sér í kjólnum hennar alla athöfnina – faldi sig undir honum og kíkti svo á fólkið. Það var mjög krúttlegt og honum fannst það virkilega skemmtilegur leikur. Svo kom að mikilvæga hlutverkinu hans, að halda á skírnarkertinu sem presturinn lét í hans hendur. Hann var svo dásamlega einbeittur og starði í logann. Presturinn kveikti síðan aftur á kertinu fyrir hinn stóra bróðurinn því hann vildi jú líka fá að halda á loganum fyrir systur sína.

Ég gafst upp á að laga slaufuna í miðri athöfninni. Litla ljúfan mín togaði í hana, tróð henni upp í sig og lék sér með hana. Og það var bara allt í lagi.

Þessi dagur var gull.

//

We were in the side room. I dressed her in the baptism dress and adjusted the pink bow. She smiled and immediately started to stuff her mouth with the bow. The husband was out in the hall, chasing after our little boys. When it was time, I adjusted her bow for the tenth time and then we walked out into the hall, found the rest of our crew and then we walked together with the pastor into the chapel. Our family and friends were gathered all around, my brother was playing a beautiful tune on the piano and the sun was in a play fight with the clouds outside the church, sending her rays through the windows every now and then to see what was going on inside.

Our daughter was encircled by beautiful music and blessings on her baptism. Her dad sang to her an amazing version of Sweet Child O’ Mine by Guns N’ Roses in the beginning of the ceremony. The ceremony itself was weaved together with baptism hymn Ó blíði Jesú blessa þú and Leiddu mína litlu hendi, sung beautifully by everyone. At the end of the ceremony, her grandfather sang to her, along with the loveliest companions, a song and a poem he wrote to her.

It twas a beautiful ceremony. Lilja Kristín observed the faces in front of her with great interest. She was not happy to be laid down to be baptised and she filled the chapel with a few carefully selected sounds. It didn’t take her long though to regain her composure after the dash and she smiled to the audience with a few drops of water on her nose. Her oldest brother played with her dress through the entire ceremony – hiding underneath it and playing peek a boo with the people. It was adorable and he thought it was the best game. Then it was time for his important role, to hold the candle the pastor gave him. He held it with both hands, so adorably focused and stared into the flame. The pastor lid the candle again for the other big brother because of course he wanted to hold it as well for his baby sister.

I gave up fixing the bow mid ceremony. My little sweetie pulled on it, put it in her mouth and played with it. And it was perfectly fine.

This day was gold.

 //

Kristinn singing Sweet Child O’ Mine:

Keith’s gift to his granddaughter:

//

0

Share:

1 Comment

  1. Asta Schram
    October 3, 2017 / 1:40 pm

    Yndisleg skrif. Knús í hús.

Leave a Reply

Your email address will not be published.