súrsætur pottréttur // sweet-and-sour casserole

súrsætur pottréttur // sweet-and-sour casserole

Ég elska góðan mat. Mér finnst líka alveg einstaklega skemmtilegt þegar mér tekst að elda góðan mat handa fjölskyldunni minni sem tekur ekki alltof langan tíma en bragðast samt alveg guðdómlega. Eftir að ég byrjaði að elda meira sjálf þá leita ég yfirleitt í uppskriftabúnkann hennar mömmu minnar því þar er að finna dásamlegar minningar úr æsku minni. Þar fann ég til dæmis þennan súrsæta pottrétt sem ég elska svo mikið. Það tók mig smá tíma að gera hann í fyrsta skipti en ég var fljót að komast upp á lagið með hann og nú er hann fastur liður hjá okkur nánast í hverri viku. Hann er jafnvel ennþá betri daginn eftir svo ég geri yfirleitt stóra uppskrift svo það sé örugglega afgangur fyrir næsta dag.

 

400 g svínagúllas

2 msk matarolía

2 msk hveiti (ég nota spelt)

1 laukur

2 gulrætur

1 paprika

1 dós af ananasbitum

1 dl ananassafi

1 dl vatn

4 msk kínversk sojasósa

2 msk tómatsósa

1/2 tsk salt

 

1. Kjötið: Þerrið kjötbitana með eldhúspappír. Steikið þá á pönnu í einni matskeið af olíu. Látið kjötið í pott og hrærið hveiti saman við.

2. Grænmetið: Skerið lauk, gulrætur og papriku í ræmur og setjið á pönnu ásamt ananasbitunum og steikið í einni matskeið af olíu við vægan hita í nokkrar mínútur. Ég byrja alltaf á að steikja laukinn og bæti svo hinu grænmetinu við jafnóðum eftir því sem ég sker það niður. Látið svo grænmetið í pottinn hjá kjötinu.

3. Sósan: Hitið ananassafa (ég nota safann úr dósinni með bitunum), vatn, sojasósu, tómatsósu og salt á pönnunni og hrærið í. Hellið sósunni yfir kjötið og grænmetið í pottinum, blandið saman og sjóðið við vægan hita í 10 mínútur.

Ég ber þetta svo fram með hrísgrjónum sem eru alveg ómissandi með þessum rétti og fersku grænmeti.

//

I love good food. It makes me so happy when I manage to make good food for my family that doesn’t take too long to make but still tastes like heaven. After I started cooking more, I kept going through my mother’s recipe stack because it hides so many delicious memories from my childhood. This sweet-and-sour casserole which I love so much is one of those recipes. It took me awhile to cook it the first time around but I was quick to master it and now it’s a regular on our week’s menu. It’s even better the day after so I usually make a big recipe so there will definitely be some leftovers for the next day.

 

400 g pork goulash

2 tbsp cooking oil

2 tbsp flour (I use spelt flour)

1 onion

2 carrots

1 red pepper

1 can of pineapple bites

1 dl pineapple juice

1 dl water

4 tbsp Chinese soy sauce

2 tbsp ketchup

1/2 tsp salt

 

1. The Pork: Dry the pork with a kitchen towel. Use a frying pan to fry the pork in 1 tbsp of cooking oil. Place the pork in a pot, add the flour and stir.

2. The Vegetables: Cut the onion, the carrots and the red pepper into strips. Use a frying pan and fry the vegetables along with the pineapple bites in 1 tbsp of cooking oil for a few minutes at a low temperature. I always start by frying the onion and then add the other vegetables as I cut them. Place the fried vegetables into the pot along with the pork.

3. The Sauce: Heat the pineapple juice (I use the juice from the can with the bites), water, soy sauce, ketchup and salt in a frying pan and stir. Pour the sauce over the pork and vegetables, mix it together and cook at a low temperature for 10 minutes.

I serve this with rice, which is absolutely essential with this casserole, and fresh vegetables.

 

3
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *