ljómandi falleg boðskort // sparkling invitations

ljómandi falleg boðskort // sparkling invitations

Helst vildi ég hafa heilan hóp af bréfdúfum til þess að koma þessari dásemd til skila. Dóttir okkar er orðin tveggja mánaða og nú fer að líða að skírnardeginum. Hann er reyndar ekki fyrr en í september en það fer að koma að því að við sendum boðskortin af stað.

Við leituðum fyrst til Ólafar hjá Reykjavík Letterpress fyrir fjórum árum þegar okkur vantaði boðskort í skírnina hans Eriks Ómars. Við hittum hana yfir kaffibolla á vinnustofunni þeirra sem þá var á Lindargötunni og ræddum við hana um okkar hugmynd og hvort það væri nú ekki hægt að letterpressa einhverja dásemd fyrir snáðann. Svo skemmtilega vildi til að hún var einmitt að hanna krúttlega dýralínu sem passaði fullkomlega við það sem við höfðum í huga. Við urðum svo auðvitað að láta gera svipað boðskort fyrir skírnina hans Arons Ívars svo ég hafði aftur samband við hana tveimur árum síðar. Hún var ekki lengi að smella nafninu hans á gíraffakrúttið sem bræddi okkur samstundis. Það þýddi svo ekkert minna fyrir litlu ljúfuna okkar svo aftur hafði ég samband við Ólöfu. Útkoman í þetta sinn er alveg ljómandi falleg og get ég varla lýst því hvað mér finnst skemmtilegt að öll krílin mín séu komin með nafnið sitt á kort frá Reykjavík Letterpress. Okkur finnst þetta líka svo yndisleg minning um daginn og viðburðinn. Ég setti kort strákanna í ramma og hengdi þau upp í herberginu þeirra. Það kemur einstaklega vel út.

Letterpress prentunaraðferðin hefur lengi heillað mig og fannst mér skírn barnanna minna kjörið tækifæri til þess að stinga tánum aðeins ofaní það ferli. Sem viðskiptavinur fannst mér það mjög skemmtilegt og sjarmerandi. Ég er svo ánægð með þetta fyrirtæki og þjónustan hjá þeim er alveg stórkostleg. Ég mæli mikið með þeim ef þið eruð í letterpress hugleiðingum. Þau eru núna staðsett á Fiskislóð út á Granda og fannst mér mjög gaman að koma við hjá þeim í gær og sækja kortin. Ég væri alveg til í að vinna í svona notalegu umhverfi. Drekka gott kaffi og vinna að einhverri dásemd.

Ég elska boðskort. Þau eru svo persónuleg og það er svo miklu meira alvöru að halda á þeim í höndunum í staðinn fyrir að lesa tilkynningu á Facebook.

Takk fyrir okkur Reykjavík Letterpress! Þessi minning mun lifa með okkur um ókomin ár.

//

I wish I had a whole flock of carrier pigeons to deliver this beauty. Our daughter is two months old now and the day she will be baptised is getting closer. It’s not happening until September though but we will soon be sending the invitations out.

We first looked to Ólöf at Reykjavík Letterpress four years ago when we needed an invitation for Erik Ómar’s baptism. We met her over coffee in her workshop, which was situated at Lindargata back then, and discussed with her our ideas and if it would be possible to letterpress something adorable for our boy. As it turned out, she was in the middle of designing a cute baby animal line of cards which fit perfectly with our ideas. Of course we had to have a similar invitation made for Aron Ívar’s baptism so I contacted her again two years ago. It didn’t take her long to put his name beside the baby giraffe that melted our hearts instantly. We couldn’t do anything less for our little sweetie so I contacted Ólöf again. The outcome this time around is dazzling and I can hardly describe how happy it makes me to see all my babies’ names on a card designed by Reykjavík Letterpress. To us, this is such a beautiful memory and keepsake of the day and the event. I framed the boys’ invitations and hung them on a wall in their bedroom. They look really good up there.

The art of letterpress printing has fascinated me for a long time and I thought the baptism of my children was the perfect opportunity to dip my toes into that process a little bit. As a customer, that was a beautiful and fun experience. I really like this company and their service is brilliant. I highly recommend them if you have any letterpressing needs. They are situated at Fiskilóð and I really enjoyed stopping by their workshop to pick up the invitations. I can totally see myself working in a cozy environment like this. Drinking coffee and working on something beautiful.

I love invitations. They are so personal and it feels more real somehow, holding an invitation in your hand instead of looking at an announcement on Facebook.

Thank you Reykjavík Letterpress! This memory will live with us for years to come.

0

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.