Við fórum á ströndina um daginn. Reykjanesið er fullt af földum fjársjóðum. Þetta var stutt stopp en algjör paradís fyrir strákana mína. Kvöldsólin sveiflaði sér í notalegum dansi um leið og hún hvarf hægt og rólega ofaní hafið. Vinalegir skuggar birtust allt um kring. Krílin mín hlupu um í sandinum og ég missti fljótt töluna á steinum sem var kastað og splundruðust á vatninu. Mannfólkið hló. Hundurinn brosti og dásamaði vatnið. Litla ljúfan mín svaf í pabbafangi. Fullkomið.
//
We went to the beach the other night. Reykjanes is full of hidden jewels. It was a short visit but it was a true paradise for my boys. The evening sun swayed in a dreamy dance while it slowly disappeared into the ocean. Friendly shadows spread everywhere. My little ones ran around in the sand and I quickly lost count of the stones that were thrown, breaking the water with a splash. The people laughed. The dog smiled and embraced the water. My little sweetie slept in her father’s arms. Perfection.
0
Is this the area where some of the family has moved?
Yes! 🙂 It's the beach in Garður.