geiturnar á háafelli // the goats at háafell

geiturnar á háafelli // the goats at háafell

Í Hvítársíðu í Borgarfirði leynist töfrandi veröld. Íslenskar geitur hlaupa þar og leika sér, spjalla við mannfólkið og knúsa lítil kríli sem ískra af spenningi yfir þessum yndislegu og vinalegu dýrum. Íslenska geitin er því miður í útrýmingarhættu en til allrar hamingju hefur dásamleg frænka mín, hún Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, tekið þær undir sinn verndarvæng og rekur hún nú stærsta geitabú á Íslandi. Háafell er draumastaður fyrir geitur og unnendur þeirra og getur almenningur komið og heimsótt þær, knúsað og leikið við þær á sumrin. Það var opið hús hjá þeim um helgina og skelltum við okkur með tengdaforeldrum mínum og tveimur frænku og frænda krúttum. Strákarnir mínir elska að elta geiturnar, klappa þeim og spjalla við þær. Við höfum farið með þá á hverju sumri síðan Erik Ómar var 1 árs. Ég mæli mikið með þessum stað. Hann gefur svo mikið og hlýjar hjartanu þúsundfalt.

//

Hvítársíða in Borgarfjörður hides a magical place. Icelandic goats run there freely and play, they interact with people and cuddle with little humans who squeal with delight over these wonderful and friendly animals. The Icelandic goat is endangered, I am sad to say, but thankfully my amazing aunt, Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, has taken them under her protective wing and runs the largest goat farm in Iceland. I say aunt because she is like an aunt to me and I don’t really understand the silliness of English genealogy. The name of her farm is Háafell and it is a dream for goats and those who love these animals. People can come and visit them, hug them and play with them during the summer. They had an open house last weekend and we decided to go with my in-laws and two adorable sidekicks, my niece and nephew. My boys love chasing the goats, patting them and having conversations with them. We’ve been there with the boys every summer since Erik Ómar was 1 year old. I highly recommend this place. It gives so much and warms the heart.

//

Þessar myndir voru teknar í fyrra (2016) // These photos were taken last year (2016):

//

Og þessar árið 2015 // And these in 2015:

// This is Jóa – the goat whisperer //

//

Og síðasta en ekki síst, ein dásamleg frá 2014 þegar Erik Ómar var 1 árs // And last but not least, this adorable one from 2014 when Erik Ómar was 1 year old:

//

Þið getið fundið Geitfjársetur á Facebook ef þið viljið frekari upplýsingar // You can visit Geitfjársetur on Facebook if you want more information

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.