dásamlegt bananabrauð // delicious banana bread

dásamlegt bananabrauð // delicious banana bread

Ég baka frekar oft og þá sérstaklega eitthvað einfalt og fljótlegt sem ég get gert með strákunum mínum. Þeim finnst svo gaman að hjálpa og geta yfirleitt ekki beðið eftir að fá að skafa úr skálinni. Ég er mjög oft spurð um uppskriftina af bananabrauðinu sem ég baka oft og datt mér í hug að deila henni með ykkur. Hún er ofureinföld og brauðið er alveg dásamlegt.

1 egg

1/2 bolli sykur
1 bolli spelt
2 bananar

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk vanillusykur

1/4 tsk salt

Ég hendi þessu yfirleitt öllu saman í skál, stappa bananana vel áður en þeir eru settir útí og blanda svo saman með sleif og handafli.

Síðan er deginu hellt í bökunarform. Ég set bökunarpappír í formið því mér finnst það snyrtilegra og það er auðveldara að ná brauðinu úr forminu. Einnig geri ég líka oftast tvöfalda uppskrift og helli þá í tvö form þar sem þetta er mikið lostæti á mínu heimili og klárast alltaf strax.

Bakið við 180 gráður í 30 til 40 mínútur. Passið að opna ekki ofninn of fljótt eða taka brauðið of snemma úr ofninum því þá getur það fallið. Það er gott að stinga til dæmis hníf í miðjuna áður en brauðið er tekið út til þess að sjá hvort það er tilbúið. Hann ætti að koma út hreinn.

Ég mæli með að borða brauðið með miklu smjöri.

Njótið. Það er skipun.

//

I bake pretty often. Especially something that’s quick and easy to make and child friendly. I love to be in the kitchen with my boys and they love to help out whenever I’m making something. They usually can’t wait for me to finish so they can lick the bowl, so to speak. They stand tall and excited, spoons in the air, ready to attack. I’m frequently asked about the recipe for the banana bread I make and I figured I could just share it here. It’s super easy and the bread is delicious. I sometimes put oats on top of the dough to make it prettier but it’s not necessary.

1 egg

1/2 cup sugar

1 cup spelt flour

2 bananas

1/2 tsp baking soda

1/2 tsp vanilla sugar

1/4 tsp salt

Find a bowl and a wooden spoon. Throw everything in the bowl. Make sure to mash the bananas well before you add them and then mix it all together for one minute or so.

The dough is poured into a baking tin. I place baking paper inside it because I think it’s cleaner and it makes it easier to pull the bread out of the baking tin. I also usually make a double recipe and pour the dough into two baking tins because this is a delicacy in my home and it’s always gone in seconds.

Bake at 180°C for 30 to 40 minutes. Make sure you do not open the oven too soon or take the bread out too soon either because it can collapse. It’s good to stick a slender knife in the middle before taking it out of the oven to see if it is ready. The knife must come out clean.

I suggest you eat it with a lot of butter.

Enjoy. It’s an order.

 

 

 

1
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.