bókafegurð // picture book delight

Ég elska barnabækur. Sérstaklega fallegar myndabækur. Ég hef áður talað um hvað Birgitta Sif hefur blásið fallegu lífi í bókahillurnar hjá strákunum mínum (hér). Bækurnar hennar eru hrein dásemd og finnst mér ég voða heppin að hafa náð mér í eintak af nýjustu gerseminni. Þegar ég segi “ég” þá meina ég auðvitað börnin mín. Ég hlakka mikið til að lesa Swish and Squeak’s Noisy Day með þeim. Ég stalst reyndar til að kíkja aðeins í hana án þeirra og get ég sagt ykkur að þetta er dásamleg lítil saga um systkini og hljóðin sem gæða hversdagsleikann svo miklu lífi og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Það er bara yndislegt og algjör forréttindi að fá að bæta þessari heillandi barnabók í safnið.

//

I love children’s books. Especially charming picture books. I have mentioned before how much beauty and glow Birgitta Sif has given the bookshelves in the boys room (here). Her books are so delightful and I consider myself very lucky to have been able to snatch a copy of this new gem. When I say “I”, I’m mean my kids of course. I can’t wait to read Swish and Squeak’s Noisy Day with them. I took a little peak without them and I can truly say that this is a charming little story about siblings and the noises that ignite the everyday with so much life and unleash the imagination in a beautiful way. It’s a privilege to be able to add this adorable children’s book to the collection.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.