aftur í skólann // back to school

Haustið heilsar með regndropum og rútínu. Það er samt alveg hellingur eftir af sumrinu en það dansar svolítinn tangó við haustið þessa dagana. Leikskólinn byrjaði aftur í dag hjá strákunum og eiginmaðurinn fór aftur að vinna eftir gott frí. Það verður dásamlegt að geta dúllast svolítið bara við mæðgur áður en skólinn hjá mér byrjar. Það verður áhugavert að sjá hvort mér tekst að vera í fullu námi meðfram móðurhlutverkinu. Einhver með reynslu af svoleiðis? Við erum annars búin að hafa það yndislegt í sumarfríinu. Við tókum okkur góðan tíma til þess að kynnast litlu dömunni okkar en reyndum líka að lenda í alls konar ævintýrum með strákunum okkar. Erik Ómar ákvað skyndilega að sokkar væru óvinurinn svo hann hefur verið meira og minna berfættur í allt sumar. Spriklandi um á tánum dag eftir dag. Ég skil hann svo sem vel. Mér finnst voða gott að vera berfætt. Samt aðallega í grasinu á sólríkum degi. Það var því mikill sigur að koma honum í sokka í morgun.

Eiginmaðurinn á annars afmæli í dag. Og því ber að sjálfsögðu að fagna.

//

The fall enters the scene with raindrops and routine. The summer is still here though, but it’s dancing a little bit of tango with the fall these days. Preschool started again today for the boys and the husband went back to work after a good vacation. It will be wonderful to share the next days with my adorable little munchkin just us girls before school starts for me as well. It will be interesting to see if I’ll be able to be a full time student alongside being a full time mother. Does somebody have some experience with that? The summer has been a great family time for us. We took our time getting to know our little princess but we also tried to wander on a few adventures with our boys. Erik Ómar suddenly decided that socks are the enemy so he has been walking around barefoot, waving his toes into the air, all summer. I understand him completely. I love walking around barefoot, especially in the grass on a sunny day. Therefore, it was a great victory getting him to put on socks this morning.

In other news, the husband has a birthday today. And of course we celebrate.

 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.