þú og ég að eilífu // you and I forever

Það ríkir rómantísk þögn í loftinu. Ljósin svífa fyrir ofan okkur eins og litlar stjörnur, reiðubúnar að dreifa birtu og fegurð yfir verðandi hjónin. Klukkan er tvö en brúðurin er hvergi sjáanleg. Brúðguminn bíður eftirvæntingarfullur. Þögnin er áþreifanleg. Ég sit á fremsta bekk, ruggandi ungbarnabílstólnum þar sem þriggja vikna dóttir mín sefur vært. Synir mínir sitja við hliðina á mér, svo fínir í sparifötunum sínum. Sá eldri fékk það einstaka hlutverk að vera hringaberinn. Hann tekur það mjög alvarlega og er tilbúinn að trítla upp að altarinu þegar presturinn gefur honum merki. Klukkan tifar og enn bíðum við eftir brúðinni. Svo kemur tilkynningin. Blómvöndurinn gleymdist heima svo snúa þurfti við til að sækja hann. Í kjölfarið dreifist raddhljómurinn um kirkjuna eins og flóðbylgja og viðstaddir þora að draga andann á ný.

Dyrnar á kirkjunni opnast og þau leiðast inn gólfið. Faðir og dóttir. Fegurðin geislar af henni og dásemdar kjóllinn flæðir allt í kringum hana. Þetta er stór stund. Þau mætast upp við altarið. Með blik í augum horfa þau á hvort annað. Litli bróðir minn er að giftast ástinni í lífi sínu og gleðin springur innra með mér.

Þessi dagur, 1. júlí 2017, var með þeim fallegri sem ég hef upplifað þetta árið. Mér þykir svo vænt um að hafa fengið að vera viðstödd þegar þessi tvö gengu að eiga hvort annað. Dóttir mín svaf allan tímann í kirkjunni og í gegnum megnið af veislunni. Algjör draumadís. Það er búið að vera yndislegt að fylgjast með Hilmari og Hugrúnu undirbúa þessi tímamót í lífinu og ég get ekki beðið eftir að sjá hvað framtíðin hefur að geyma fyrir þau. Ljósmyndirnar fallegu tók Halldóra Kristín og Instagram myndirnar eru lítil skot sem mér tókst að taka sjálf þegar tími gafst. Kristinn, minn eini sanni, söng og spilaði ásamt fögru liði í kirkjunni og í veislunni. Það hljómar væmið en þau bræddu svo sannarlega hjörtu okkar allra.

//

There is a romantic silence in the air. The lights hover above us like tiny little stars, ready to shine their special glow and beauty upon the husband and wife to be. The time says it’s two already but the bride is nowhere to be seen. The groom waits expectantly. The silence is palpable. I sit in the front, rocking the car seat where my three week old daughter is sleeping like an angel. My sons sit beside me, looking so handsome in their fancy clothes. The older one was given the special task of the ring bearer. He takes that very seriously and is ready to tiptoe up to the altar when the priest gives him the go. The clock is ticking and we’re still waiting for the bride. Then the announcement comes. The bride forgot the bouquet at home so they had to turn around to get it. And the sound of voices spreads among the guests like an ocean wave and they are able to breathe again.

The doors to the church open and they walk, hand in hand. Father and daughter. The beauty radiates from her and the amazing dress flows all around her. This is it, the big moment. They meet up at the altar. With twinkles in their eyes they look at each other. My little brother is getting married to the love of his life and the joy bursts inside of me.

This day, July 1st 2017, was among the most beautiful days I have experienced this year. I’m incredibly happy and thankful that I was able to be there when these two got married. My daughter slept the whole time at the church and for the better part of the reception. A dream come true. It’s been a wonderful journey watching Hilmar and Hugrún prepare for this milestone in life and I can’t wait to see what the future holds for them. The beautiful photographs were taken by Halldóra Kristín and the Instagram photos are little shots I was able to take myself whenever time allowed it. Kristinn, my one and only, sang along and played along with a group of talented and well dressed artists in the church and the reception. It sounds corny, but they truly did melt every heart in the room.

This is a video recording of one of the songs they performed at the church. It’s called “Þú og ég” or “You and I”. So beautiful and I get chills every time I listen to it. Just ignore the hand and the little head in the foreground – it’s me, stroking my younger son’s head.

 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.