brúðkaupsgleði // wedding day bliss

Sumarið er tíminn. Og við fórum í annað brúðkaup þann 22. júlí. Það var yndislegur dagur, stútfullur af gleði og hamingju, innrammaður af sápukúlum sem þeyttust í allar áttir í vindinum. Brúðurin ljómaði, brúðguminn dansaði og hjónakossinn kítlaði brosin hjá gestunum sem fögnuðu með lófataki og blístri. Eiginmaðurinn (minn) söng af hjartans lyst, hringaberinn var krútt og neitaði að afhenda hringana og kjóllinn var dásemdin ein. Við skelltum í sjálfsmynd fyrir utan kirkjuna þar sem vindurinn togaði í hárið á mér og heimtaði nýja hárgreiðslu. Litla ljúfan okkar fékk að koma með og fékk hún meira að segja sitt eigið nafnspjald í veislunni. Sprengdi það heldur betur krúttskalann hjá mömmunni sem táraðist örlítið yfir hugulseminni. Og auðvitað tók ég það með mér heim og mun vökva það og sýna því ást og umhyggju. Brúðguminn tók sig nefnilega til og ræktaði öll nafnspjöldin frá fræi til plöntu yfir síðastliðið ár. Geri aðrir betur. Til hamingju með þennan fallega dag elsku vinir og takk fyrir að leyfa okkur að taka þátt í honum með ykkur!

//

Summertime is the wedding season. And we went to another one of those on July 22nd. It was a beautiful day, filled with joy and happiness and bubbles twirling in the wind. The bride was radiant, the groom danced and the kiss tickled the smiles on peoples faces and made their hands clap together in cheerful celebration . The husband (mine) sang as beautifully as ever, the ring bearer was adorable and refused to give up the rings and the dress was a pure delight. We took a selfie in front of the church where the wind pulled on my hair and demanded a different hairstyle. Our little sweetie was invited to come along and she even got her own name tag at the reception. That was beyond adorable and so thoughtful and it touched my heart in a special way, making me tear up a little bit. And of course I took it home with me and I’m going to water it and care for it the best I can. The groom did something amazing and grew every single name tag from seed to plant over the last year. Try beating that. We wish you a lifetime of love and happiness dear friends and thank you for letting us be a part of your special day!

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.