meðgönguklikkun og fleira gaman // pregnancy craze and other fun things

Það eru fimm vikur í settan dag, 35 vikna bumban stendur beint út í loftið og er fyrir mér alla daga. Mér líður ýmist eins og hval eða mörgæs. Ef það er hægt. Ég er búin að þvo öll krúttlegu stelpufötin sem ég er komin með og raða þeim ofaní skúffu. Það er dásamlega flögrandi mjúk tilfinning sem fylgir því að eiga von á stelpu í þetta skipti. Það er mikil spenna í loftinu á heimilinu fyrir komandi breytingum. Við foreldrarnir verðum sífellt óþolinmóðari enda er ég komin með alveg nóg af þessari meðgöngu. Ég vil bara fá litlu dömuna í fangið. Eldir sonur minn er hugsa ég bæði spenntur og kvíðinn. Hann er auðvitað bara 3 ára og veit kannski ekki alveg hvað hann á að gera við þessar tilfinningar en ég sé margt í fari hans sem bendir til beggja þátta. Hann verður til dæmis mjög spenntur þegar hann sér lítil börn, vill helst klappa þeim og krúttasta í þeim endalaust. Hann knúsar “litla barnið” á hverjum degi og klappar bumbunni. Hann er mikill mömmustrákur en hefur verið það sérstaklega mikið undanfarið, eins og hann skynji breytinguna sem er í vændum. Yngri sonurinn er nokkuð afslappaður með þetta. Hann þekkir auðvitað ekkert annað en að eiga systkini svo ég veit ekki hversu mikil áhrif þetta á eftir að hafa á hann. Ætli það komi ekki betur í ljós eftir að sú litla er fædd og hann er ekki lengur “litla barnið” á heimilinu.

Ég verð alltaf svolítið klikkuð á meðgöngu og fer í brjálaða hreiðurgerð sem felur í sér breytingar á heimilinu. Á fyrstu meðgöngunni minni dugði mér að mála eitt herbergi. Það varð þó að gerast strax, ekkert slór. Á meðgöngu númer tvö bjó ég hjá foreldrum mínum síðustu vikurnar fyrir fæðingu, eiginmannslaus og með allt mitt dót í kössum, annað hvort í Kaliforníu eða í geymslunni okkar. Svo það var ekki mikið hægt að gera þá. Jú, ég “sparkaði” foreldrum mínum út úr svefnherberginu þeirra svo ég gæti verið þar með börnin mín. Flott. Það var allt í góðu samt og var í raun þeirra hugmynd og krafa. Svo ég er bara með pínulítið samviskubit yfir því en fullt hjarta af þakklæti. Þessi meðganga er önnur saga. Spyrjið bara manninn minn. Nú erum við í okkar íbúð og allt leyfilegt. Í mars fékk ég ógeð á öll og varð að breyta til og klára að gera hluti sem setið höfðu á hakanum frá því að við fluttum inn. Við byrjuðum á að snúa stofunni við og endurnýja sófaborð og sjónvarpsskáp. Keyptum fleiri hillur. Skiptum um ljós á stofuveggnum og í loftinu. Síðan skiptum við um herbergi við strákana okkar. Settum þá saman í stóra svefnherbergið og fluttum okkur í minn svefnherbergið. Það kom ótrúlega vel út og ég er svo ánægð með þessa breytingu. Þetta passar allt miklu betur svona og strákarnir hafa nóg pláss til að leika sér. Nú get ég beðið róleg eftir nýju kríli. Ég er þó með nokkur lítil verkefni á lista fyrir elsku besta eiginmanninn en ég vona að ég geti laumað þeim inn hér og þar án þess að hann taki of mikið eftir því.

Í byrjun apríl héldum við uppá afmæli yngri sonarins sem varð 2 ára. Það heppnaðist mjög vel og var dásamlegt að fá vini og fjölskyldu til okkar að því tilefni. Ég var með alltof mikið af veitingum svo ísskápurinn var fullur af afgöngum í heila viku eftur á. En það var þó nóg að borða fyrir alla og allir gátu fengið sér það sem þeim leist best á.

Páskarnir voru yndislegir í alla staði. Við gerðum tilraun til fjölskyldumyndatöku. Það tókst rosalega vel. Hvernig ætli það verði með þrjú kríli?

//

There are five weeks until my due date, my 35 week bump is shooting for the stars and is in my way every day. I either feel like a whale or a penguin. If that’s possible. I have washed all the adorable girly clothes I have so far and folded them neatly into a drawer. It’s a wonderful, twirly, fluffy feeling to be expecting a girl this time and there is much excitement in our home for the changes ahead. We, the parents, are getting more impatient by the day since I’ve had about enough of this pregnancy. I just want to hold my little girl. My older son is both excited and a little bit nervous I think. He is only three years old and probably not quite sure what to do with his feelings about this. I see a lot in his behaviour that suggests both. He gets really excited when he sees little babies and he wants to cuddle them and hold them forever. He hugs the baby/bump every day. He usually prefers me over his dad but he has been doing more of that lately, like he knows there are changes ahead. My younger son is fairly relaxed about the whole situation. Of course, all he knows is having a sibling so I’m not sure how much this will affect him. I guess we will see when the little lady arrives and he is no longer “the baby” in the family.

I always become a little crazy when I’m pregnant and my nesting mode kicks inn full force. It usually involves changes to our home. Improvements, is a better word. During my first pregnancy it was enough for me to have the spare bedroom painted. But it had to be done right away, no dawdling. During pregnancy number two I was living at my parents house the last weeks before the birth, without a husband and all my things stored away in boxes in California or in storage in Iceland. So there wasn’t much I could do to improve my living conditions. Yes, I “kicked” my parents out of their bedroom so I could stay there with my kids. Nice. It was all good though and it was actually their idea and they insisted on it so I only feel a tiny bit sorry about that and my heart is full of gratitude. This pregnancy is another story. Just ask my husband. Now we are living in our own apartment again and everything is allowed. In March I got tired of everything and I had to make changes and finish things that had been on our to do list since we moved back in. We started by turning our living room around and buying a new coffee table and a TV cabinet. We bought more shelves. Put up new lights in our living room. Then we switched rooms with our boys. We put them together in the bigger bedroom and took over the smaller bedroom ourselves. It was the best decision ever because everything fits so much better now and the boys have a lot more space to play with their toys. And now I can wait patiently for our newest crew member. I do have a few more small projects for my wonderful and great husband but I’m hoping I’ll be able to slip them in here and there without him noticing too much.

In the beginning of April, we celebrated our younger son’s birthday who turned two years old. It was a great success and it was so wonderful to get the family and friends together for the occasion. I served way too many refreshments and the fridge was overflowing with leftovers for the next week. But there was enough for all the guests and everyone could have whatever pleased their stomach.

Easter was lovely in every way. We made an honest attempt at a family photo. It worked out great. I wonder how it will be with three little ones?

// vel heppnuð fjölskyldumynd

// family photo success

// gaman í klippingu

// haircut fun

// frændahittingur

// the cousins together

// afmælisstrákurinn

// the birthday boy

// afmæliskakan

// the birthday cake

// 32 vikur

// 32 weeks

// morgunlestarferð

// early morning train ride

// flottasti ljósmyndarinn

// the coolest photographer

// bumbuknús

// hugging the bump

0
Share:

1 Comment

  1. Keithbaritone
    May 3, 2017 / 3:12 pm

    Hos sweet to see these pictures and feel your excitement! I pray for you that God will give you strength and peace. Lovelove

Leave a Reply

Your email address will not be published.