aftur á yfirborði jarðar // back on the face of the earth

Það má eiginlega segja að ég hafi horfið af yfirborði jarðar eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum. Ég var með háleit markmið fyrir þetta dásamlega blogg mitt sem mér þykir svo vænt um en lífið kaffærði mér í veikindum. Eins og ég sagði frá í síðustu færslu þá byrjuðum við haustið á því að fljúga til Kaliforníu og sækja restina af dótinu okkar, kveðja vini og ættingja og keyra svo þaðan þvert yfir Bandaríkin til að eyða góðum tíma með pabba Kristins sem býr í Minnesota. Allt þetta gekk vonum framar og ferðalagið var ótrúlega skemmtilegt þrátt fyrir að við keyrðum í sirka 8 til 10 tíma á dag. Strákarnir voru stórkostlegir og var ekkert vesen á þeim. Það var eins og þeir hefðu ekki gert annað en að sitja í bíl allt sitt líf. Eins og þeir geta nú verið miklir apakettir þegar þeir eru ekki fastir í bílstóla. Við komumst á leiðarenda ósködduð en fengum svo óvænta gjöf næsta morgun. Ég pissaði á prikið og í ljós kom að lítil væntanleg baun var búin að hreiðra um sig í móðurkviði. Við vorum svo varla lent á Íslandi þegar morgunógleðin og vanlíðanin helltist yfir mig og hef ég bara aldrei upplifað annað eins. Ég datt úr sambandi næstu vikurnar á eftir og gat með engu móti gert nokkurn skapaðan hlut. Síðan fékk ég lungnabólgu og allt tilheyrandi í kjölfarið af því svo það má segja að haustið hafi verið frekar skrautlegt. En við stöndum ennþá upprétt og erum ótrúlega spennt fyrir komandi tímum.

Fyrir um mánuði síðan komumst við svo að því að það er lítil stelpa á leiðinni og get ég ekki líst því hvað ég er spennt að klæða hana í kjóla og alls konar krúttlegt. Og það verður svo dásamlegt að sjá hvernig strákarnir mínir eiga eftir að taka því að eignast litla systur.

Mér datt svo í hug að skella mér í nám næsta haust. Ef það gengur eftir mun ég tækla lífið með eina litla dömu á handleggnum, skólabækurnar í kjöltunni og tvo litla gorma hlaupandi í kringum mig. Vá hvað það verður spennandi. Erfitt. En spennandi. Það er langt síðan ég var síðast í skóla og ég hef lítið sem ekkert unnið utan heimilisins frá því Erik Ómar fæddist. Það verður gaman að bæta þessu við ævintýri móðurhlutverksins. Held ég.

Annars höfum við öll meira og minna skipst á að vera lasin og Kristinn hefur verið að vinna eins mikið og hann getur svo það hefur ekki gefist mikill tími til þess að hitta vini eða fara á deit. En nú er rútínan loksins að komast í ágætis horf svo við erum að kippa öllu þessu hægt og rólega í liðinn.

Strákarnir mínir krútta yfir sig á hverjum degi. Aron Ívar er farinn að tala svo mikið og vill gera allt eins og stóri bróðir sinn. Þeir eru yfirleitt bestu vinir og leika sér vel saman. Passa uppá hvorn annan og vita nánast ekki hvað þeir eiga að gera þegar hinn er ekki til staðar. Ég hlakka svo til að sjá þá þroskast og stækka saman.

Nú ætla ég að fara að taka til flugvélar og lestar, brjóta saman þvott, ef ég nenni, og fá mér svo frostpinna. Sennilega dembi ég mér bara strax í það síðast nefnda.

//

You could say that I disappeared from the face of the earth after our homecoming from the United States. I had high goals for this wonderful blog of mine, which I love so dearly, but life kind of overwhelmed me with illness. Like I wrote in my last post, we started the fall by jumping on a plane to California to pick up the rest of our things and to say goodbye to friends and family on the west coast before driving across the country to spend some time with Kristinn’s father in Minnesota. This plan went better than we dared to hope for and the journey was really enjoyable. Despite the 8 to 10 hour drive each day. Our boys were incredible. They were so good the whole time there and it was like they had never done anything else their entire life. Very different from the little monkeys they be when they are not strapped down in car seats. We made it to our destination unharmed but we got a surprise present the morning after. I peed on the stick and we found out that a little baby bean had nested on the womb. We had hardly set foot back on Icelandic ground when the morning sickness hit me like a ton of bricks and I have never experienced anything like it before. I was completely disconnected from the rest of the world and I couldn’t do a thing for the following weeks and months. Then, I got pneumonia on top of everything else. So, to sum it up, this fall kind of spiraled out of control. But, we are still standing and we are so excited for the times ahead.

About a month ago we found out that our little bean is actually a little girl and I can’t express how excited I am to dress her in dresses and all things cute. And it will be adorable to watch my boys becoming big brothers to their sister.

I got the crazy idea to throw some education into the mix next fall and if that works out I’ll be handling life with my little girl on one arm, the school books in my lap and two little monkeys running in circles around me. Wow, how exciting! Hard. But exciting. It’s been a while since I was last in school and I haven’t worked much outside the home since Erik Ómar was born so it will be fun to add this chapter to the adventure of motherhood. I think.

We’ve all been taking turns being sick these last months and Kristinn has been working as much as he can so we haven’t had much time with friends or to go on dates. The daily routine is finally getting back on track and we are slowly finding the time to make up for this.

My boys get more adorable each day. Aron Ívar is talking so much now and he wants to do everything like his brother. They are usually best friends and play well together. They watch out for each other and hardly know what to do with themselves when the other one isn’t around. I can’t wait to watch them grow up together.

Now I’m going to pick up airplanes and trains, fold the laundry if I can find the willpower to do so, and then I’m going to get some ice cream. I’ll probably just go straight for the ice cream.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.