fullkomin ringulreið // a perfect chaos

Það er aldeilis kominn tími til að strá smá sykri á þetta blogg mitt og koma því í rútínu í takt við það sem er að gerast í lífi okkar. Síðustu vikur hafa verið svolítið klikkaðar og í raun fullkomin ringulreið. Við erum flutt en samt ekki flutt. Við stefnum þó á að flytja alveg á morgun því þetta ástand er að gera mig brjálaða. Eiginmaðurinn byrjaði í fullri vinnu eftir veiðiævintýrið í Bandaríkjunum svo hann hefur ekki getað málað íbúðina nema á kvöldin eftir vinnu. Það voru líka smá vatnsskemmdir á tveimur stöðum sem við þurftum að tækla sem við gerðum ekki ráð fyrir og hægði það á ferlinu. Nú er þetta þó allt að smella saman og get ég ekki beðið eftir að henda mér í hrúguna af kössum sem eru út um allt og taka upp úr þeim. Þar sem við seldum nánast öll húsgögnin okkar áður en við fluttum út þá áttum við ekki neitt þegar við komum heim. Við geymdum rúmið okkar sem betur fer. Annars keyptum við okkur sófa og þvottavél. Allt annað höfum við fengið gefins úr ýmsum áttum og tekur nú við það verkefni að reyna að púsla þessu saman einhvern veginn svo þetta komi sem best út. Ég reyni svo að gera þetta fallegt með plöntum, myndum og einhverju sniðugu. Svo spörkum við sparnaðarplaninu í gang og einblínum bara á það góða og jákvæða í lífinu.

Erik Ómar elskar leikskólann sinn og hleypur inn á deild á hverjum morgni. Hann vill vera fyrstur til að banka á dyrnar og stendur með brosið út að eyrum á meðan hann “bank-bank”-ar með litla hnefanum sínum. Það er alveg ótrúlega gaman að eiga svona duglegan leikskólastrák.

Aron Ívar er farinn að tala meira og segja nokkur orð. Það verður spennandi að sjá hvort hann tekur upp einhver ensk orð á meðan við verðum í Bandaríkjunum, en við erum að fara þangað aftur eftir viku til þess að sækja restina af dótinu okkar og kveðja vini og ættingja þar. Við fljúgum til Kaliforníu og keyrum svo þaðan yfir til Minnesota þar sem pabbi Kristins býr núna. Það mun taka okkur nokkra daga svo þetta verður svolítið ævintýri. Kærkomið eftir þessar síðustu vikur. Síðan fljúgum við heim til Íslands þaðan.

Ég ætla að vera virkari hér í vetur og þeir sem hafa gaman af því að fylgjast með okkur er velkomið að fljóta með. Mig langar að deila með ykkur fleiri bókum sem við erum að lesa því við elskum bækur á þessu heimili. Einnig er ég aðeins byrjuð að skrifa mína eigin bók og vona ég að ég geti deilt því ævintýri með ykkur í vetur. Og ýmislegt fleira. Það er aldrei að vita hvað mér dettur í hug. Ég mun að minnsta kosti deila með ykkur orðum á þessari síðu. Það er bókað mál.

//

I think it’s time to sprinkle some sugar on this blog of mine and bring it up to speed in line with what’s happening in our life. The last few weeks have been kind of crazy and virtually a perfect chaos. We have moved but not really. We are going to move tomorrow though because this situation is driving me nuts. The husband started working full time after his fishing adventure in the U.S. so he has only been able to paint the apartment in the evenings after work. There was some water damage in two places we didn’t anticipate and the work on that also slowed the process a bit. This is all coming together though and I can’t wait to jump on the pile of boxes that are all over the apartment and see what’s inside. We sold all our furniture before moving to California two years ago so when we moved back home we didn’t have anything. Fortunately, we kept our bed. We bought a couch and a washing machine. That’s it. Everything else was given to us used from here and there so now we have to try and fit it all together and make it look as good as possible. I will try and make it pretty with plants, photos and whatever else I come up with. Then, we will kick the brilliant plan of saving money into action and focus only on the good and positive in life.

Erik Ómar loves his preschool. He runs to his room every morning after kicking of his shoes. He wants to be the first to knock on the door and stands in front of it with his smile to his ears while knock-knocking with his tiny fist. It’s really amazing and really fun to have such a good preschool boy.

Aron Ívar is talking more and saying a few words. It will be exciting to see if he picks up any English words while we are in the U.S., but we are going back there in a week to retrieve the rest of our things and saying goodbye to our friends and family there. We’ll fly to California and then drive from there to Minnesota where Kristinn’s father lives now. It will take us a few days so it will be a more than welcome adventure after the last weeks. We will then fly home to Iceland from there.

I’m going to be more active on the blog this winter and those of you who love to follow us are welcome to float along with us. I want to share with you more books we are reading because we love books in our family. Also, I have started to write my own book and hopefully I’ll be able to share some of that adventure with you this winter. And a lot of other stuff. I’ll think of something genius to share with you. I will at least share with you a lot of words on this blog. You can count on that.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.