together we are home //

Það er heldur betur langt síðan ég skrifaði hér síðast. Eiginmaðurinn hvarf upp í flugvél og síðan út á haf svo ég lét mig bara hverfa með strákana mína upp í sveit. Við áttum góða daga í sumarbústað foreldra minna og finnst mér alveg dásamlegt að komast þangað og burt úr borginni. Það er svo mikil kyrrð og náttúrufegurð þar og maður gleymir algjörlega að það sé í rauninni annar raunveruleiki í borginni.

Við endurheimtum eiginmanninn/pabbann fyrir nokkrum dögum og þá var heldur betur kátt í kotinu. Hann lenti snemma morguns og þegar Erik Ómar vaknaði og sá pabba sinn þá ljómaði hann allur og henti sér í fangið á honum. Þessu dásamlega augnabliki mun ég seint gleyma.

Annars er ýmislegt nýtt á dagskrá hjá okkur í þessu lífi. Við tókum þá ákvörðun að flytja heim aftur og fara ekki aftur til Kaliforníu í haust. Það eru ýmsar ástæður fyrir því en við teljum þetta vera rétta ákvörðun fyrir okkur og fjölskyldu okkar. Þessi ákvörðun var hins vegar ekki tekin fyrr en við komum heim í sumar svo megnið af dótinu okkar er ennþá hinu megin við hafið svo við munum fljúga þangað einu sinni enn um miðjan september til þess að sækja það og kveðja vini okkar þar. Íbúðin okkar hefur verið í útleigu síðastliðin tvö ár og bjuggumst við ekki við að fá hana aftur í hendurnar fyrr en í lok nóvember. Leigjandinn okkar var hins vegar ekki lengi að finna aðra íbúð fyrir sig og sína og fáum við því okkar íbúð eftir tæpa viku! Ég er alveg gríðarlega spennt að eignast fast heimili aftur og get ekki beðið eftir að byrja að skúra mín eigin gólf og rifja upp hvað ég á eiginlega í þessum kössum í geymslunni.

Erik Ómar var svo að byrja á leikskóla þessa vikuna og erum við að dúlla okkar í aðlögun þessa dagana. Þetta er mun erfiðara fyrir mömmuhjartað en krílahjartað. Fyrsti dagurinn var í gær og stóð hann sig ótrúlega vel. Hann var dálítið feiminn fyrst og þurfti smá mömmuknús áður en hann þaut inní krakkaþvöguna að skoða dótið. Síðan lét hann sig bara hverfa í útiverunni og plantaði sér í rennibrautina sem er hans uppáhald. Mér finnst hann hafa stækkað um helming á þessum eina degi. Bara við það að verða leikskólastrákur.

Við fórum í brúðkaup um síðustu helgi. Fallegt. Stórkostlegt. Ljómandi.

//

It has been quite a while since I wrote here last. The husband disappeared into an airplane and then onto the open sea so I disappeared with my boys to the countryside. We had many good days at my parents summer house together and I absolutely love going there and away from the city. The stillness and beautiful nature keep me spellbound every time I’m there and I completely forget that there is another reality somewhere out there in the city.

We have retrieved the husband/the father a few days ago and the joy was mesmerizing in our house. He got in very early in the morning and when Erik Ómar woke up and saw his dad, his whole being lid up and he threw himself into his fathers arms and hugged him so tight. I will never forget this adorable moment.

In other news, a lot of changes are happening for us in this life. We decided to move back home to Iceland and not go back to California this fall. There are many reasons for this decision but we feel this is the right choice for us and our family. However, we didn’t realize this change of plans until we were back here in Iceland so the rest of our stuff is still across the ocean. We will therefore be flying to California once more, around the middle of September, to retrieve our things and say goodbye to our friends there. We have been renting out our apartment for the last two years and since we didn’t know we were moving back here until this summer, we weren’t expecting to get it back until the end of November. Our tenant was able to find another home for herself and her people sooner than any of us expected so we will have our apartment back in less than a week! I am so excited to have a permanent home again and I can’t wait to start scrubbing my own floors and find out what treasures I  have locked away in those boxes in the storage.

Erik Ómar started preschool this week so we are dancing through that adjustment process. It’s much harder for the mother heart than it is for the little tyke’s heart. The first day was yesterday and he did so well. He was a little shy at first and needed a tiny hug from me before he was off into the crowd of kids looking at the toys. He then disappeared when we got outside to play and set up camp on the slide, which is his favorite. I feel like he has grown in this one day. Just by becoming a preschool boy.

We went to a wedding last weekend. Beautiful. Amazing. Glowing.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.