EM 2016 og klipping // Euro 2016 and a haircut

Við höfum tæklað þessa fyrstu viku án Kristins alveg ágætlega. Ég get ekki hugsað mér að sofa ein svo við kúrum öll þrjú saman í hjónarúminu á hverri nóttu. Ég fæ stöku fót í andlitið en það er allt í lagi. Þessar táslur eru svo krúttlegar. Ég elska líka að horfa á strákana mína sofa. Sérstaklega þegar þeir sofa á sama tíma. Það er augljóst að þeir sakna pabba síns þó þeir viti ekki alveg hvernig þeir eigi að koma því í orð. Ég sé það á hegðun þeirra og Erik Ómar spyr reglulega hvort pabbi sé ekki að fara að koma heim. Við teljum saman dagana. Þess á milli reynum við að finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera. Við erum búin að fara í Húsdýragarðinn, í klippingu, leika okkur heilmikið í sandkassanum og horfa á fótboltann í sjónvarpinu svo eitthvað sé nefnt. Erik Ómar hvíslar Áfram Ísland á meðan við hin hrópum úr okkur raddböndin. Ég er svo stolt af strákunum okkar í boltanum og stolt af þjóðinni okkar í stuðningsliðinu. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég gæti orðið svona spennt yfir fótbolta. Það trítlar um mig gæsahúð í hvert sinn sem ég sé hvatningarópið. Íslendingar eru svo frábærir þegar við stöndum saman. Evrópumeistaramótið 2016 er búið að vera stórkostleg skemmtun og íslenska liðið stóð sig svo frábærlega. Þeir létu í lægra haldi fyrir Frakklandi í kvöld en þeir gerðu það vel og geta verið stoltir af frammtistöðu sinni. Þeir skemmtu sér líka vel eins og þeir hafa gert alla keppnina. Það er aðdáunarvert. Þeir bræddu mitt hjarta og örugglega þúsundir annarra. Algjörar hetjur og fyrirmyndir. Áfram Ísland!

Ég skrapp með stóra strákinn minn í klippingu. Já, það varð að klippa þessar dásamlegu krullur sem voru að myndast á hnakkanum. Þær voru bara þrjár og restin af hárinu orðin að algjörum lubba svo þær urðu að víkja. Hann stóð sig voða vel og fylgdist vel með því sem hársnyrtidaman gerði. Þetta var greinilega alvöru mál. Hann fékk svo sleikjó í verðlaun og fannst voða mikið sport að fara svona einn á flakk með mömmu sinni. Hann fékk þó pínulítið sjokk þegar við stoppuðum fyrir utan hárgreiðslustofuna og hann áttaði sig á því að Aron Ívar var ekki með (hann hjá ömmu sinni á meðan). Hann hélt að við hefðum gleymt honum og var alveg miður sín yfir því að bróðir hans var ekki í bílstólnum sínum eins og venjulega.

Ég elska þessa bræður svo mikið.

//

I think we have tackled this first week without Kristinn just fine. I can’t imagine sleeping alone so we have been cuddling all three of us in the big bed every night. I get a foot in the face every now and then but that’s okay. These toes are so adorable. I love watching my boys sleep. Especially when they sleep at the same time. It’s obvious that they miss their dad though they don’t know how to put it into words. I see it in their behavior and Erik Ómar asks regularly if his daddy isn’t coming home soon. We are counting the days together. In between, we try to find something fun to do.We’ve been to the zoo, gotten a haircut, played a lot in the sandbox and watched the football on TV, to name a few. Erik Ómar whispers Go Iceland while the rest of us is screaming our vocal chords asunder. I am so incredibly proud of our soccer boys and so proud of our nation as a supporting team. I never thought I could be so excited about soccer. I get goose bumps every time I hear the thunderclap, this amazing motivational victory clap we’ve been doing through this competition. Players and fans together. Icelanders can be so great when we stand together. Euro 2016 has been a fantastic event and the Icelandic team did amazingly well. They lost to France tonight but they came out of it with their heads held high and they had fun. Like they’ve been doing through this whole thing. It’s really admirable. They sure captured my heart and I’m sure thousands of others. Real heroes and role models. Go Iceland!

I took my older son to get his hair cut the other day. Yes, it had to be done and these beautiful curls that were forming at the back of his head had to go. They were only three and the rest of the hair was all over the place and turning into a tiny little mess. He did really well and watched closely as the lady cut his hair. It was a very serious business. He got a lollipop when it was over because he did so well. He also thought it was really cool to go out like that alone with his mom. Just the two of us. He was a little shocked though when we pulled up in front of the hair salon and he discovered that Aron Ívar wasn’t with us (he was with his grandmother). He thought we had forgotten him and he was really sad that his brother wasn’t in his car seat like he always is when we go driving.

I just love these brothers so much.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.