bless í fimm vikur // bye bye for five weeks

Við sögðum bless við eiginmanninn og pabbann fyrir viku síðan. Hann fór með flugvél til Portland í Oregon til þess að fara á bát í fimm vikur og veiða túnfisk. Vinnutörn sem tekur svo sannarlega á, bæði andlega og líkamlega. Hann getur hringt í okkur annan hvern dag úr gervihnattarsíma sem er á bátnum og það er alveg yndislegt að fá að heyra röddina hans, þó það sé ekki nema í nokkrar mínútur í einu. Hann átti góðar stundir með strákunum sínum daginn fyrir flug. Við skruppum í dagsferð uppí sumarbústað til foreldra minna og var hún hlaðin krúttleika og gleði. Það var grillað, hlaupið í skóginum og stungið sér til sunds í heita pottinum. Allt saman í dásamlegri rigningu. Við keyrðum hann svo út á flugvöll daginn eftir. Sögðum bless. Ég grét úr mér augun. Svo keyrðum við heim og földum söknuðinn í snúði og svala sem við keyptum í Keflavík.

//

We said goodbye to the husband and the dad about a week ago. He took a plane to Portland, Oregon to go on a boat for five weeks to fish for tuna. It’s hard work and certainly takes it’s toll both physically and mentally. He can call us every other day from a satellite phone on the boat and it’s wonderful to hear his voice, even though it’s only for a few minutes each time. He had some great moments with his boys the day before his flight. We took a day trip up to my parents summer house and it was loaded with cuteness and joy. We barbecued, we ran in the woods and we swam in the hot tub. All of this in the lovely rain. We drove him to the airport the next day. We said goodbye. I cried my eyes out. Then we drove home and hid our tears in sweet rolls and juice boxes we bought in Keflavík.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.