við erum komin heim // we are home

Við erum komin heim. Eftir langt flug, kleinuhringi, kaffi, bið og hoppedí skopp út um tvo flugvelli lentum við loksins á landinu okkar fagra eldsnemma morguns. Flugvélin stoppaði úti í náttúrunni, lengst út á flugbrautinni svo við byrjuðum á því að stíga út í yndislegan vorvindinn og hlaupa yfir í rútu sem keyrði með okkur upp að flugstöðinni. Mér fannst það dásamlegt.

Ferðalagið gekk vonum framar og höfum við aldrei verið eins skipulögð og samstíga í þessu flugvallaveseni og öryggistékki og við vorum núna. Æfingin skapar meistarann og tók það okkur þónokkrar ferðir síðustu árin að ná þessu í réttan takt. Með tvö lítil börn, fullt af handfarangri og kerru rúllaði þetta einhvern veginn í gegn. Strákarnir okkar voru algjörar hetjur og voru svo stilltir og prúðir mest allan tímann. Helsta áskorun Eriks Ómars var að samþykkja að vera með beltið í flugtaki og lendingu. Hann var alls ekki til í það. Bara alls ekki. Faðir og sonur glímdu í nokkrar mínútur þar til beltið var spennt, tárin féllu og raddböndin æfð en drengurinn var furðufljótur að jafna sig og sofnaði eftir fimm mínútur í fyrra fluginu.

Það tók okkur viku að snúa sólarhringnum við og var það furðulegt ferli. Við sváfum út í eitt á daginn og vöktum allar nætur. Það var meira að segja sofið í sturtunni. Við héldum að þetta myndi ekki takast en svo small þetta eftir nákvæmlega viku. Það er sagt að það taki einn dag fyrir hvern klukkutíma sem tímamismunurinn er og það passar að minnsta kosti í okkar tilfelli. Kalifornía er sjö tímum á eftir á Íslandi.

Við erum svo heppin að fá að dvelja í íbúð sem amma mín á í miðbænum og höfum við notið þess að rölta um göturnar, dansa í rigningunni og finna ferskan vindinn leika um okkur. Sólin hefur líka kíkt aðeins á okkur. Ég elska þessar veðurbreytingar. Eftir endalausa sól og hita í Kaliforníu (sem ég elska!) þá er íslenska veðrið kærkomin tilbreyting.

//

We are home. After a long flight, doughnuts, coffee, waiting and jumping around two airports we finally landed in our beautiful country very early on the morning. Our plane stopped in the wilderness, in the middle of the runway so we started by stepping outside and embracing the wonderful spring wind and running over to a bus that took us to the terminal. I loved it.

The journey was better than I could have imagined and we have never been as organized and in step with each other through this airport hassle and security check as we were now. Practice makes perfect as they say and it took us quite a few trips over the last years to get to this rhythm. With two little kids, too much carry on and a stroller we somehow sailed through. Our boys were were little heroes and such troopers through the whole thing. Erik Ómar’s biggest challenge was accepting the seatbelt during take off and landing. He was not into it. Not at all. Father and son wrestled for a few minutes until the belt was fastened, the tears were shed and the vocal chords were stretched but the boy got over it really quickly and fell asleep after five minutes on our first flight.

It took us a week to turn our body clock around and the jet lag really hung around. We slept throughout the days and stayed awake all nights. We even slept in the shower. It was a strange week. We thought it would never end but then it suddenly happened after exactly a week. They say it takes a day for every hour of time difference and it’s true in our case. California is seven hours behind Iceland.

We are incredibly blessed to be able to stay in an apartment which belongs to my grandmother in downtown Reykjavík and we have been enjoying walking around the streets, dancing in the rain and feeling the crisp breeze all around us. The sun even peeked at us for a day or two since we came. I love these weather changes. After endless sunshine and heat in California (which I do love!), the Icelandic weather is a welcome change.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.