lítill túristi á Íslandi // a mini tourist in Iceland

Þessar fyrstu vikur sumars hafa verið dásamlegar. Samt höfum við ekki náð að gera nærri því allt sem okkur langaði til að gera saman áður en Kristinn fer aftur til Bandaríkjanna að vinna á fiskibáti frænda síns. Hann flýgur til Portland í Oregon eftir viku og maginn minn er strax farinn að safna fiðrildum. Þetta verður erfiður mánuður en við ætlum að fylla hann af alls konar skemmtilegu, ævintýrum og gleði.

Við fórum í smá ferðalag um daginn, dagsferð út fyrir bæinn. Byrjuðum á göngutúr framhjá fallegu Hallgrímskirkju eins og við erum búin að gera nokkuð oft síðan við komum þar sem hún er bara beint fyrir utan gluggann okkar. Síðan keyrðum við framhjá Kleifarvatni og skoðuðum jarðhitasvæðið Seltún í Krýsuvík. Það var mjög gaman að vera smá túristi á Íslandi og ætla ég að gera mikið af því í sumar. Við skruppum líka upp í sumarbústað foreldra minna í síðustu viku þar sem litla spékoppa barnið mitt dansaði á milli glugganna og kíkti í gegnum þá og dreifði kátínu.

//

These first weeks of summer have been absolutely wonderful. And yet, we haven’t been able to do nearly as much as we wanted to do together before Kristinn has to go back to the States to work on his uncles boat. He will be flying to Portland, Oregon after a week and my tummy has already started to collect butterflies. This will be a hard month but we intend to fill it with all kinds of fun, adventures and joy.

We took a little roadtrip the other day, a day tour out of town. We started with a walk by the beautiful Hallgrímskirkja like we’ve done many times since we came here since it’s right outside our window. We then drove by Kleifarvatn and walked around the geothermal area Seltún in Krýsuvík. It was fun being a tourist for a while in Iceland and I intend to do a lot more of that this summer. We also took a day trip up to my parents summer house last week where my little dimple baby danced between the windows, peeking through them and spreading joy.

0
Share:

1 Comment

  1. Asta Schram
    June 21, 2016 / 12:04 am

    <3

Leave a Reply

Your email address will not be published.