göngutúr um miðbæinn // a walk around the downtown

Við skruppum í alveg dýrindis göngutúr um miðbæinn fyrir viku síðan. Það var yndislegt að rölta um Reykjavík með góðri vinkonu, tveimur barnavögnum og einum skoppandi gaur. Við sáum lifandi furðuverk á miðjum Laugaveginum, heilsuðum öndunum á Tjörninni, hlupum hringinn í kringum Tjörnina og fundum leikfélaga á leikvellinum í Hljómskálagarðinum.

Strákunum mínum líkar lífið á Íslandi. Þeir elska til dæmis rigningu. Aron Ívar er svo vanur að vera á tánum að hann kippir sér ekkert upp við kalt og blautt grasið og hleypur skríkjandi um á berum tánum.

Ég sit núna við gluggann í íbúðinni þar sem við erum, hlusta á regnið og hugsa um framtíðina.

//

We went for a beautiful walk around the downtown about a week ago. It was wonderful to stroll around Reykjavík with a good friend, two baby carriages and one bouncing boy. We saw a real life artistic phenomenon in the middle of Laugavegur, we said hello to the ducks on Tjörnin (The Pond), we ran all around Tjörnin and we found somebody to play with on the playground at Hljómskálagarðurinn.

My boys really like life in Iceland. They love the rain for example. Aron Ívar is so used to being barefoot that he’s not a tiny bit bothered by the cold and wet grass and runs all over it on his toes, squealing with joy.

I’m sitting by the window in the apartment where we are staying, listening to the rain and thinking about the future.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.