þrenningin mín og pökkunarferlið // my trio and the packing process

Við höfum reynt að njóta hvers dags sem við eigum eftir hér í bili og reynt að finna eitthvað til þess að hjálpa tímanum að líða. Þetta ár er búið að vera alveg meiriháttar með tilheyrandi tilfinningarússíbönum, gleði, lífsreynslu, erfiðleikum og yndislegum upplifunum.

Það er alltaf voða spennandi að sjá slökkviliðsbíla og Erik Ómar ljómar allur af gleði þegar þessir skínandi rauðu “babúar” grípa augað. Honum finnst líka mjög gaman að fara í bókabúðir og skoða bækurnar og dótið þar. Ef hann sér gosbrunn einhver staðar vill hann helst hoppa út í.

Ég elska þrenninguna mína svo undur mikið. Ég náði svo rosalega fallegri mynd af þeim um daginn í morgunsárið. Svo friðsælir og sætir sofandi saman.

Ég er búin að vera að reyna að pakka niður fyrir Ísland síðustu daga en það hefur ekki gengið eins hratt og vel og ég hefði viljað. Strákunum mínum finnst nefnilega svo gaman að taka allt upp úr töskunum sem ég pakka niður í þær. Dótið sem á að fara í kassa og bíða þangað til í haust verður allt í einu voða spennandi svo ekkert helst í kössunum og er dreift um allt gólf. Sá yngri verður bara að fá að klæða sig í öll föt sem hann sér út um allt og labbar um voða stoltur með nærbuxur og fleira á hausnum. Þið getið rétt ímyndað ykkur ástandið. Þeim finnst líka voða gaman að fela sig í töskunum og geta leikið sér endalaust saman með eina ferðatösku.

//

We have been trying to enjoy each day we have left here for the time being and tried to find something to help passing the time. This year has been really great with its emotional roller coasters, happiness, life experiences, difficulties and wonderful moments.

It’s always very exciting to see firetrucks and Erik Ómar’s face lights up with joy every time these shiny red delights catch his eye. He really enjoys going to the bookstore and looking at the books and the toys there. If he sees a water fountain he would jump in if I’d let him.

I love my trio so much. I took a very beautiful photo of them the other day, early in the morning. They were so peaceful and adorable sleeping all cuddled together.

I have been trying to pack for Iceland for the past few days and it hasn’t happened as smoothly as I would have hoped. You see, my boys love to unpack everything I have packed. The toys that are supposed to go into boxes and be stored for next fall suddenly become very interesting so nothing stays in these boxes but is spread all over the floor. The younger one simply has to dress himself in all the clothes he sees all over the place and then he walks around very proud with underpants and other things on his head. You can imagine the battle field. They also love to hide in the suitcases and they can play forever together with one of those things.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.