lítil strandarferð // a little beach trip

Út úr húsi var það eina sem skipti máli í vikunni sem leið. Svo við fórum á ströndina. Við höfum aldrei farið á ströndina í miðri viku og það var dásamlegt! Við munum pottþétt reyna að gera það oftar næsta haust ef dagskráin hans Kristins leyfir. Það var nánast enginn á svæðinu. Nokkrar sálir í eftirmiðdagsgöngu alveg eins og við. Við gátum hlaupið og dansað á bryggjunni í friði. Það var smá vindur og Erik Ómar flaug um eins og fuglarnir með hendurnar blakandi eins og vængir. Sumstaðar var bil á milli plankanna í bryggjunni svo hann gat séð sjóinn leika sér fyrir neðan okkur. Það fannst honum mjög spennandi. Hann fékk líka að skoða útsýnið í gegnum kíkinn og leita að bátum. Ég elska að sjá heiminn með hans augum.

//

Getting out of the house was the only thing that mattered last week. So we went to the beach. We’ve never been to the beach in the middle of the week before and it was amazing! We will definitely try to do that more often in the fall if Kristinn’s schedule allows it. There was hardly anyone there. A few souls taking a mid-afternoon walk just like us. We could run and dance on the pier in peace. It was a little bit windy and Erik Ómar flew like the birds with his arms spread out like wings. There were gaps between the wood planks on the pier in some places so we could see the ocean play underneath. He found the very exciting. He also got to look at the view through the telescope and look for boats. I love seeing the world through his eyes.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.