afmælismolar og Gianni Schicchi // birthday sweets and Gianni Schicchi

Við erum orðin voðalega spennt að koma heim til Íslands í sumar. Erik Ómar biður um að fara í flugvél, lest eða þyrlu nokkrum sinnum á dag til þess að fara að heimsækja afa Einar. Spennan leynir sér því ekki hjá þessum litla manni. Nú er rúmlega vika í brottför og ég get varla setið kyrr. Við erum komin með ágætlega nóg af þessari önn þó hún sé búin að vera yndisleg á margan hátt. Það er bara kominn tími til að klára í bili, fara í flugvél enn á ný og hoppa í faðminn á vinum og ættingjum heima á Íslandi.

Amma Ásta og afi Keith voru hjá okkur í viku í lok apríl og var það dásamleg tilbreyting í tilveruna. Við héldum uppá afmælið hans Arons Ívars með þeim, Bryndísi frænku og nokkrum fleirum vinum hér í sól og dýrð í garðinum, umvafin sápukúlum, blöðrum, ístertu og hlátri. Sumir voru voða spenntir yfir bollakökunum og biðu með skeiðina í hendinni, eins rólegir og hægt er að búast við af næstum þriggja ára gutta.

Óperusýningin hans Kristins var líka í lok apríl og sló hann rækilega í gegn sem Gianni Schicchi í samnefndri óperu eftir Puccini. Þessi eiginmaður minn er dálítið góður söngvari og þvílíkur leikari. Hann bókstaflega átti sviðið og ég er svo stolt af honum. Það var líka magnað að fá að sjá fyrstu sýninguna á nýja sviðinu í Musco Center for the Arts sem er nýja tónlistarhúsið í Chapman University og er það glæsilegt á allan hátt. Ég hlakka til að sjá fleiri sýningar þar næstu tvö árin.

//

We are getting really excited about coming home to Iceland this summer. Erik Ómar asks to go on an airplane, train or a helicopter a few times a day to go visit his grandfather Einar. The excitement is immense with this little man. There is about a week and a half until we leave and I can hardly sit still. We have had just about enough of this semester even though it has been wonderful in many ways. It’s simply time to wrap it up for now, get on an airplane yet again and jump into the arms of our friends and family in Iceland.

Grandma Ásta and grandpa Keith came and stayed with us for a week at the end of April and that was a lovely change to our existence. We celebrated Aron Ívar’s birthday with them, aunt Bryndís and a few other friends from here, surrounded by bubbles, balloons, ice cream cake and laughter. Someone was really excited about the cupcakes and waited with his spoon ready, as calmly as can be expected from an almost three year old boy.

Kristinn’s opera performance was also at the end of April and he was a huge success as Gianni Schicchi in the opera of the same title by Puccini. This husband of mine can really sing and he is an amazing actor as well. He literally owned the stage and I am so proud of him. It was really great to be able to see the first performance on the new stage at Musco Center for the Arts, which is the new music building at Chapman University and it is magnificent in every way. I look forward to seeing more performances there during the next two years.

 tilbúinn með skeiðina

// ready with his spoon

 þeir leika sér svo vel saman

// they play so well together

 þessi fékk líka nokkrar gjafir þótt hann hafi ekki átt afmæli

// this one got a few presents also, even though it wasn’t his birthday

kertið var voða spennandi

// the candle was very fascinating

eiginmaðurinn með móður sinni fyrir sýninguna

// the husband with his mother before the performance

fallega sviðið og flottu nemendurnir

// the beautiful stage and the amazing students

sæti Gianni Schicchi

// the adorable Gianni Schicchi

0
Share:

1 Comment

  1. Asta Schram
    May 12, 2016 / 9:31 pm

    Love it <3

Leave a Reply

Your email address will not be published.