til hamingju með afmælið Aron Ívar // happy birthday Aron Ívar

Hann kom fyrr en ég bjóst við. Dagurinn sem yngri sonur minn varð 1 árs. Mér finnst eins og það hafi verið í gær sem hann ákvað að kanna aðstæður utan bumbunnar, svona líka yndislega krumpaður og lítill. Þann 9. apríl fögnuðum við þessu fyrsta ári í lífi Arons Ívars. Það hefur verið allt annað en hefðbundið og stútfullt af ævintýrum. Hann byrjaði lífið á því að fæðast í þennan heim á meðan pabbi hans var hinu megin á hnettinum að klára aðra önn sína í Chapman háskólanum. Hann stóð sig þó með stakri prýði og tók pabba sínum með opnum örmum þegar hann loksins kom yfir hafið tæpum tveimur mánuðum síðar. Fallegi strákurinn minn hefur nú þegar flogið þrisvar á milli heimsálfa, hann hefur búið lengur í Ameríku en á Íslandi og hann getur ekki beðið eftir íslenska sumrinu. Hann byrjaði að ganga óstuddur tveimur vikum fyrir afmælisdaginn sinn, hann segir “mamma”, gerir allt eins og stóri bróðir sinn, syngur sig í svefn og brosir framan í heiminn. Hann er yndislegur og ljúfur, mikill húmoristi og prakkari, knúsar mömmu sína oft á dag og veitt fátt skemmtilegra en að leika við bróður sinn. Afmælisdeginum eyddum við litla fjölskyldan saman. Við bökuðum köku sem afmælisbarnið fékk að sjálfsögðu að smakka og fannst honum hún mjög góð. Hann hló og flissaði allan tímann, söng namm-namm út í loftið og fleygði kökumylsnum í allar áttir. Við sungum afmælissönginn og opnuðum pakka. Stóri bróðir var voða hrifinn af gjöfinni sem hann gaf litla bróður sínum og hefur tekið sér góðan tíma síðustu daga til að prófa hana. Þetta var dásamlegur dagur og við hlökkum til að fagna þessum tímamótum með fjölskyldu og vinum. Lífið með þessum litla snillingi er rétt að byrja. Til hamingju með fyrsta afmælið þitt elsku Aron Ívar minn! Ég elska þig, litla stjarnan mín!

//

It came sooner than I expected. The day my younger son turned one years old. It feels like yesterday he decided to explore the unknown outside the womb, all adorably wrinkly and small. On the 9th of April we celebrated the first year of Aron Ívar’s life. It hasn’t been conventional at all but brimful of adventures. He started this life by being born into this world while his daddy was on the other side of the planet, finishing his second semester at Chapman University. He was amazing though and welcomed his daddy with open arms when he finally flew across the sea about two months later. My beautiful boy has already flown between continents three times, he has spent more of his life in America than in Iceland and he can’t wait for the Icelandic summer. He started walking about two weeks before his birthday, he says “mamma”, he does everything like his older brother, he sings himself to sleep and smiles at the world. He is wonderful and sweet, funny and a little prankster, he gives his mommy hugs ten times a day and playing with his brother is his favorite thing to do. We spent his birthday together and baked a cake which the birthday boy got a taste of and loved. He laughed and giggled the entire time, sang yum-yum into the air and threw cake crumbs all over the place. We sang the birthday song and opened presents. His big brother really liked the present he gave his little brother and has taken a good amount of time over the last days to test it out. This was a wonderful day in every way and we are so excited to celebrate this milestone with our family and friends. Life with this little genius is just starting. Happy First Birthday my sweet Aron Ívar! I love you, my little star!

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.