páskar í ameríku // easter in america

Páskarnir í ár voru fyrstu páskarnir mínir annars staðar en á Íslandi. Það var upplifun, öðruvísi og yndislegt á sinn hátt. En ó hvað ég saknaði Íslands mikið. Og fjölskyldunnar. Og allra kósí hefðanna sem við höfum á þessari hátíð. Sem betur fer sendu mamma og pabbi okkur páskaegg svo við fengum smá smakk af íslensku páskunum. Erik Ómar komst að því að hann elskar páskaegg og bað um slíkt í morgunmat alla vikuna á eftir. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að hann fengi bara páskaegg á páskunum og að hann þyrfti að bíða í heilt ár eftir næsta páskaeggi. Hann virtist sætta sig ágætlega við það. Tveimur tímum seinna bað hann aftur um páskaegg. Þá var árið liðið í hans huga. Við fórum í páskamat til Kathy og Dave, tókum þátt í páskaeggjaleit og sungum saman. Það skemmtilegasta var þó að elta sápukúlurnar. Og það var líka það eina sem við tókum myndir af! Svo engin fjölskyldupáskamynd í ár, bara synir mínir að elta sápukúlur. Það er alveg nóg samt.

//

Easter this year was the first Easter I’ve spent away from Iceland. It was an experience, different and wonderful in its own way. But oh, how I missed Iceland. And my family. And all the cozy traditions we have during this holiday. Thankfully, my parents sent us Easter eggs (chocolate eggs filled with candy and a few words of wisdom) so we got a little taste of the Icelandic Easter. Erik Ómar discovered that he loves Easter eggs and asked for one for breakfast the whole week after. I tried to explain to him that he only gets Easter eggs on Easter and that he would have to wait a whole year for his next Easter egg. He seemed to understand that and accepted that just fine. Two hours later he asked for an Easter egg. The year had passed in his mind. We went to Kathy and Dave’s for Easter dinner, participated in the Easter egg hunt and sang together. The fun part however, was chasing the bubbles. And that was also the only thing we took pictures of! So no Easter family photos this year, just my sons chasing bubbles. It’s good enough for me.

 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.