gaman á ströndinni // beach day fun day

Okkur fannst vera kominn tími til að fara á ströndina aftur svo við gerðum það á laugardaginn var. Það var dálítill vindur sem var gott því þá fundum við ekki eins mikið fyrir hitanum. Það var heldur ekki alltof mikið af fólki svo við höfðum smá pláss til fíflast og hlaupa um. Við byggðum sandkastala, hlupum út í sjóinn og horfðum á fuglana sveima yfir okkur. Þetta var í fyrsta skipti sem Aron Ívar labbaði á ströndinni og honum fannst það svo gaman! Hann fékk líka sand út um allt en það var alveg þess virði. Hann ljómaði svo fallega í sólinni, sandinum og sæta gallanum sínum. Erik Ómar var í skýjunum yfir öllu sem tengdist ströndinni. Sanddótinu, sandinum, sjónum, bryggjunni, fólkinu, fuglunum. Hann söng líka “beach, beach, beach…” alla leiðina í bílnum. Við þurfum að fara oftar á ströndina áður en við förum til Íslands í sumar. Það verður vonandi hægt þegar óperan hans Kristins er búin eftir næstu helgi. Æfingar fyrir hana taka upp allan hans frítíma núna. Þetta var sætur klukkutími sem við eyddum á ströndinni þennan laugardag og ég hlakka til að endurtaka hann aftur seinna.

//

We thought it was time to go to the beach so that’s what we did last Saturday. It was a little bit windy, which was good because we didn’t feel the heat as much. There weren’t too many people there either so we had plenty of space to play silly and run around. We built sandcastles, ran into the ocean and watched the birds fly above us. This was Aron Ívar’s first time walking on the beach and he really enjoyed it! He of course managed to get sand everywhere but it was totally worth it. He was glowing so beautifully in the sun, the sand and his cute outfit. Erik Ómar was so excited about everything on the beach. His sand toys, the sand, the ocean, the pier, the people, the birds. He sang “beach, beach, beach…” all the way there in the car. We have to go more often to the beach before we go back to Iceland this summer. It will hopefully be possible when Kristinn’s opera is over this weekend. Rehearsals for it are taking up all his free time these days. This was a cute hour we spent on the beach that Saturday and I can’t wait to do it again another time.

 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.