dýragarðurinn í San Diego // the San Diego zoo

Fyrir tveimur vikum var vorfrí hjá eiginmanninum og við á leið í ferðalag. Hér kemur lítil saga úr dýragarðinum. Við fengum okkur kaffi, hoppuðum upp í bíl og lögðum af stað til San Diego. Leiðin lá í dýragarðinn og það var frábært með skínandi kirsuberi á toppnum. Erik Ómar elskaði að sjá öll dýrin og hefur hlaupið um allt síðan við komum heim og leikið risaeðlu, þó við sáum enga risaeðlu í garðinum. Eða dreka. Hann hefur líka voðalega gaman af því að leika dreka. Uppáhaldsdýrið hans eftir dýragarðsferðina var þó án efa flóðhesturinn. Við stoppuðum lengi við vatnið þeirra og horfðum á flóðhestamömmuna og litla ungann hennar synda hring eftir hring… eftir hring. Honum fannst líka voða gaman að sjá gíraffana, sebrahestinn og tígrisdýrið. Hann var ekkert voðalega hrifinn af fílunum. Aron Ívar brosti framan í öll dýrin á milli þess sem hann svaf með krúttlegu tærnar sínar í kerrunni, borðaði seríós og söng. Nú er beðið nokkrum sinnum á dag um að fá að fara í dýragarðinn. Eða í flugvélina til að heimsækja ömmu og afa. Eitthvað segir mér að Erik Ómar sé orðinn spenntur að fara til Íslands. Við erum það líka og teljum dagana.

//

Two weeks ago, the husband had a spring break and we were about to take a trip. Here is a little story from the zoo. We had coffee, jumped into the car and hit the road for San Diego. The zoo was the destination and it was great with a shiny cherry on top. Erik Ómar loved seeing all the animals and he’s been running around the house since then playing a dinosaur, though we didn’t see a dinosaur at the zoo. Or a dragon. He really enjoys playing a dragon. His favorite animal after the zoo trip would have to be the hippo. We stopped for a long time by their water and watched the hippo mom and the baby hippo swim in circles. Round and round… and round again. He also enjoyed seeing the giraffe, the zebra and the tiger. He didn’t like the elephants so much in person. Aron Ívar smiled at all the animals in between his nap in the stroller with his cute toes curled up, eating his cheerios and singing. Now I get asked every day if we can go to the zoo. Or the airplane to visit grandma and grandpa. Something tells me that Erik Ómar is getting excited about going to Iceland. We are too and we’re counting down the days.

 Þessir tveir voru svo sætir að horfa á flóðhestana //
These two were so cute watching the hippos

 Svo fallegur sebrahestur í svarthvítu //
Such a beautiful zebra in black and white

 Erik Ómar and his friend, Walter Dyer

Gíraffarnir voru mitt uppáhalds //
The giraffes were my favorite

 Sætustu tærnar í garðinum //
The cutest curled up toes you’ve ever laid eyes on

Tilraun hundrað til fjölskyldumyndatöku. Ég segi ekki meira. //

The hundredth attempt at a family photo. I say no more.

 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.