tíminn fer ekki, hann kemur // time doesn’t pass, it comes

Við löbbuðum í gegnum ævintýraland í dag. Röltið leiddi okkur um göturnar í Orange á meðan við biðum eftir að Kristinn kláraði skóladaginn. Við fundum sólina sem gaf okkur freknur. Reyndum að klappa fiðrildum sem flögruðu í kringum nefin okkar. Svifum í gegnum blómailm, umkringd trjám sem voru að skipta yfir í sumarfílinginn. Fuglarnir sungu fyrir okkur nokkur lög og golan frískaði aðeins uppá okkur í skugganum þar sem hann var að finna. Og ég bara verð að henda inn í þetta fallega mix maríubjöllunni sem nældi sér í far með okkur í skiptitöskunni um daginn.

Aron Ívar er alveg að verða eins árs. Og svo nálægt því að labba alveg sjálfur á litlu fótunum sínum. Ég trúi því varla. Tíminn fer. Eða eins og þeir segja í Afríkunni, tíminn kemur. Og njótum stundanna sem hann tekur með sér.

//

We walked through an adventure land today. Our stroll took us around the streets of Orange while Kristinn finished his school day. We found the sun and it gave us freckles. We tried patting the butterflies that fluttered around our noses. We sailed through the most wonderful fragrance of flowers, surrounded by trees that were changing to their summer attire. The birds sang us a few tunes and the breeze kissed our faces in every other shade we could find. And I just have to throw into this beautiful mix, the lady bug that hitched a ride with us in my diaper bag the other day.

Aron Ívar is almost one years old. And so close to walking on his own on his tiny little feet. I almost can’t believe it. Time passes. Or as they say in Africa, time comes. And lets enjoy the moments it brings with it.

 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.