halló tré og bíódeit // hello tree and a movie date

Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað Erik Ómar er orðinn stór. Mér finnst hann stundum eldast um heilan helling á einni nóttu. Hvert fór tíminn eiginlega? Þessi stóri strákur hljóp um allt hringtorgið í Orange um daginn til þess að heilsa upp á trén. Það mátti ekki skilja neitt út undan. Og hann faðmaði sum þeirra eins og þau væru bestu vinir hans. Það kemur mér líka oft á óvart hvað hann er búinn að læra að segja. Allt í einu vellur uppúr honum setning eins og “here comes the train!” Á ensku auðvitað. Ég held að hann kunni mun fleiri orð og setningar en hann notar því hann er alltaf að bæta í orðaforðann sem hann lætur flakka.

Bryndís er hjá okkur þessa vikuna og bauðst hún til þess að passa fyrir okkur í kvöld svo við gætum farið á langþráð bíódeit. Það var yndislegt í alla staði og við skemmtum okkur svo vel. Og strákarnir líka í góðu yfirlæti hjá frænku sinni.

Þessi vika er búin að vera svolítið andlega erfið hjá mér og þess vegna kannski lítið um sögur og ævintýri úr daglega lífinu. Það gerist af og til eins og við öll þekkjum. Nýrri viku fylgja nýir dagar með nýjum ævintýrum. Og lífið heldur áfram.

//

It continues to surprise me how much Erik Ómar has grown and how big he’s gotten. Sometimes I think he grows a whole lot over night. Where did the time go? This big boy ran all over The Circle in Orange saying hello to the trees the other day. Not one was to be left out. And he hugged some of them like they were his best friends. It also surprises me how much he has learned to say. All of a sudden, a sentence like “here comes the train!” pours out of him. In English of course. I think he knows more words and sentences than he currently uses because he’s constantly adding to the vocabulary that escapes out of his mouth and into our lives.

Bryndís is staying with us this week and tonight she offered to babysit for us so we could go on a long-awaited movie date. It was wonderful in every way and we had so much fun. And the boys had a blast with their aunt.

This week has been a little hard for me, mentally, and perhaps that’s why I haven’t been sharing many stories and adventures from our daily lives. It happens once and a while, like we all know. With a new week come new days with new adventures. And life goes on.

// Hello trees!

// Zootopia for the win

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.