vorblóm og sofandi krútt // spring flowers and a sleeping cutie

Vorið er í fullum blóma hér í Kaliforníu og við drekkum það í okkur eins og frískandi límonaði á heitum sumardegi. Ég elska hvernig trén fara í bleika kjóla þegar sumarið nálgast og fylla loftið af sætum ilmi. Þessi sjón lyftir sálinni upp og gefur mér knús í hjartað.

Við áttum góðan dag um daginn og skemmtum okkur svo mikið að yngri gæinn minn sofnaði í stólnum sínum. Meira krútt fannst ekki á því augnabliki.

Við fórum í bókabúð í dag og fundum þvílíka dásemd. Óvæntan fjársjóð og gleðigjafa sem ég hlakka til að deila með ykkur um helgina vonandi. Fyrst ætla ég að lesa hana með strákunum mínum.

Nú er að koma þeim í krúttlegt bað og pakka þeim niður í rúmið áður en gerð verður tilraun til áhorfs á eina tilnefnda Óskarsmynd með myndarlega manninum mínum.

//

The spring is in full bloom here in California and we drink it in like a fresh lemonade on a warm summer’s day. I love how the trees put on pink dresses when the summer is on it’s way and fill the air with sweet aroma. The sight lifts my soul and cuddles my heart.

We had a good day the other day and we had so much fun that my younger guy fell asleep in his chair. A cuter munchkin couldn’t be found at that moment.

We went to a bookstore today and found something really delightful. A surprise treasure and a bundle of joy which I can’t wait to share with you over the weekend, hopefully. First I want to read it with my boys.

Now I must share in their adorable bath time and tuck them into bed before I make an attempt to watch one of the Oscar nominated movies with my handsome husband.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.