sjóræningjasaga // a pirate tale

Tölvan mín ákvað að snúast gegn mér og kveikir nú bara á sér þegar henni hentar. Það er vægast sagt pirrandi og hef ég ekki hugmynd um hvað ég gerði til þess að móðga hana. Ég vona að ég komi þessari færslu frá mér á meðan ég er í náðinni.

Síðustu vikur hefur Kristinn verið að æfa fyrir uppsetningu á óperunni Pirates of Penzance með Pacific Symphony. Þetta var stytt útgáfa og sérstaklega sniðin að börnum. Hann fór með hlutverk sjóræningja og var einnig varaleikari fyrir hlutverk The Pirate King og The Major General. Það var yndislegt að sitja í salnum, umkringd börnum á öllum aldri og fylgjast með þeim drekka í sig fegurðina á sviðinu. Erik Ómar var voða spenntur að sjá pabba sinn koma á svið en eftir fyrstu 10 mínúturnar af sýningunni var hann búinn að sjá nóg og farinn að segja mér hástöfum frá öllu öðru sem var í salnum. Fólkinu, sætinu sínu, ljósunum í loftinu. Aron Ívar var voða stilltur allan tímann og sat rólegur í fanginu mínu, hugfanginn af ljósunum og litunum á sviðinu. Hann spjallaði heillengi við stelpuna sem sat fyrir aftan okkur og söng með í nokkrum lögum. Okkur fannst svo gaman að geta komið og séð sýninguna og Kristinn var án efa sætasti sjórænginn á sviðinu. Það er klárt mál.

//

My computer decided to turn against me and now it only turns on when it feels like it. It’s annoying, to say the least and I have no idea what I did to offend it. I hope I can manage to publish this post while I’m in its good graces.

For the past few weeks Kristinn has been practicing for the production of the Pirates of Penzance opera with Pacific Symphony. This was a shorter version of it and specifically set up for kids. He played the part of a pirate and he was also the understudy for The Pirate King and The Major General. It was wonderful to sit in the great hall, surrounded by children of all ages and watching them drink in the beauty on stage. Erik Ómar was so excited to see his dad come on stage but after the first 10 minutes of the show he decided that he had seen enough and moved on to other things like telling me stories about everything else in the hall. Loudly. He told me about the other people, his seat, the lights in the ceiling. To name a few. Aron Ívar was very good through the entire show and he sat calm in my arms, intrigued by the lights and the colors on the stage. He had a long conversation with the girl sitting behind us and he sang along with a few of the songs. We were so happy to be able to come and see the show and Kristinn was without a doubt the cutest pirate on stage. That’s a fact.

Að bíða eftir að pabbi komi á sviðið.

// Waiting for daddy to come on stage.

Ótrúlega flott sýning. // Amazing show.

Erik Ómar var ekki alveg viss hvað honum fannst um pabba sinn svona klæddan.

// Erik Ómar wasn’t quite sure what to think of his dad dressed like that.

Sætasti sjórænginn og fjölskyldan. // The cutest pirate and his family.

 

0
Share:

1 Comment

  1. Asta Schram
    February 9, 2016 / 4:08 pm

    🙂 🙂 Yndislegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published.