rölt niður main street // a stroll down main street

Það var laugardagur í dag og við ákváðum að gera eitthvað eftirminnilegt. Við keyrðum af stað, stoppuðum í bílalúgu og fengum okkur kaffi, meðlæti og að sjálfsögðu eplasafa, og héldum svo áfram. Við enduðum á Seal Beach sem er strönd í svona 20 mínútna akstursfjarlægð frá þar sem við búum. Sólin skein, golan lék sér og sjórinn dansaði við sandinn. Alls konar fólk var í göngutúr alveg eins og við ýmist á bryggjunni eða ströndinni og brettafólk og krakkar tókust á við öldurnar. Við eltum fuglana og nutum útsýnisins, hlupum um í sandinum og dýfðum táslunum í sjóinn. Sólin kyssti nokkrum freknum á nefið á mér. Við fengum okkur ís í Cold Stone Creamery. Við sáum mann með píanó aftan á pallbílnum sínum þar sem hann sat og spilaði og söng Patsy Cline lög. Við röltum niður Main Street og skoðuðum í alla krúttlegu búðargluggana. Fuglarnir flugu yfir okkur á meðan sólin settist og við röltum til baka í bílinn. Algjört konfekt þessi dagur.

//

It was Saturday today so we decided to do something memorable. We drove for a while, stopped by a drive thru to get some coffee, pastries and of course apple juice, before continuing our journey. We ended up at Seal Beach which is a beach in about 20 minute driving distance from where we live. The sun was shining, the breeze played with the air and the ocean danced with the sand. All kinds of people were walking, just like us, on the pier or on the beach and surfers and children tackled the waves. We followed the birds and enjoyed the view. We ran in the sand and dipped our toes in the ocean. The sun kissed a few freckles on my nose. We had ice cream at Cold Stone Creamery. We saw a man who had a piano at the back off his pickup truck where he sat playing and singing Patsy Cline songs. We strolled down Main Street and looked at all the adorable shop windows. The birds flew high above us while the sun was setting and we headed back to the car. This day was like the best piece of candy I have tasted in a long time.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.