poppkorn í boxi // popcorn in a box

Eftir þrjár ferðir í Apple búðina fékk ég loksins einn af tæknigaurunum á snillingabarnum til að kíkja á tölvuna mína. Eftir nokkur próf komst hann að því að hleðslutækið mitt var bilað. Keypti ég því nýtt og nú malar hún eins og lítill kettlingur. Og kveikir á sér þegar ég vil. Hah!

Annars er það að frétta að við gerðum heiðarlega tilraun til kósýkvölds í gærkvöldi. Ég poppaði dýrindis poppkorn, hellti því í ofur flottu boxin okkar og rétti eiginmanninum sitt. Ég var í þann mund að setjast niður með mitt eigið þegar ég heyri litla rödd hrópa í fjarska: “Maaamma!” Þetta endaði semsagt þannig að Reed númer eitt sat frammi og borðaði poppið sitt á meðan Reed númer tvö og þrjú flæktu sig í örmum og hári mömmu sinnar í tilraun til að sofna aftur. Á meðan kólnaði poppið mitt í fallega boxinu.

Undanfarna daga hefur Aron Ívar ekki viljað sofa öðruvísi á daginn en í fanginu mínu. Það er kannski ekki gott að venja hann á það en ég bara tími ekki að leggja hann niður. Í fyrsta lagi þá vaknar hann yfirleitt stuttu eftir að ég legg hann niður en í rauninni er ég voða fegin þar sem þessar yndislegu stundir ylja mér inn að hjartarótum. Ég gæti hlustað á svefnhljóðin hans að eilífu. Og stundum þarf ég bara meira á þessum knúsum að halda heldur en hann.

//

After three trips to the Apple store I finally got one of the guys at the Genius Bar to take a look at my computer. After a few tests he found out that my power adapter was broken. I bought a new one and now my computer purrs like a tiny kitten. And it turns on when I want it to. Hah!

In other news, we made an honest attempt to have a cozy evening together last night. I made some wonderful popcorn, poured it into our super cool boxes and I gave one to my husband. I was about to sit down with my own when I heard a tiny voice shouting in the distance: “Maaamma!” Our cozy evening basically went like this. Reed number one sat in the living room enjoying his popcorn while Reeds number two and three tangled themselves in their mother’s arms and hair in an attempt to go back to sleep. Meanwhile, my popcorn got cold in my pretty box.

For the last few days, Aron Ívar has only been able to sleep in my arms when he naps during the day. It’s probably not a very good idea to let him get away with this but I simply can’t lay him down. He usually wakes up when I try that and to tell the truth I’m actually happy that he does because these wonderful moments hug my heart oh so tight. I could listen to his sleeping sounds forever. And somtimes I just need these cuddles more than he does.

Fallegu poppboxin okkar. Ég á þetta sem er hægra megin.

// Our pretty popcorn boxes. Mine is the one on the right.

Að njóta augnabliksins. // Enjoying the moment.

0
Share:

1 Comment

  1. Keithbaritone
    February 11, 2016 / 9:11 am

    Thanks for sharing from your day. I miss you all so much. God bless and keep you!

Leave a Reply

Your email address will not be published.