orange og óskarinn // orange and the oscars

Það getur verið að við höfum farið til Orange í dag. Það getur líka verið að við höfum farið að skoða lestarnar í dótabúðinni og hlaupið hringinn í kringum gosbrunninn. Eins og nokkrum sinnum áður. Erik Ómar er búinn að biðja um fara og leika sér í Orange síðan við vorum þar síðast. Elsku drengurinn elskar þennan stað. Og við líka.

Á meðan við fengum okkur kaffi þá sötraði stóri strákurinn minn eplasafa með röri úr með þeim fallegri krukkum sem ég hef séð. Ég tók hana auðvitað með mér heim. Síðan kenndi hann bróður sínum á lestarnar og hljóp með hinum krökkunum í kringum vatnið. Honum finnst svo gaman að leika við aðra krakka og það er alveg dásamlegt að fylgjast með honum eiga samskipti við þá. Ef þau skilja hann ekki stendur hann bara hjá þeim og brosir. Eða eltir þau út um allt. Brosandi.

Við fórum svo og fengum okkur ávaxta/grænmetissafa á besta safastaðnum í Orange, Growl Juice Pub. Svo frískandi og gott. Þeir gera líka ávaxtaskálar í ýmsum stærðum með hnetum, kókos og jarðarberjum á toppnum. Nammi.

Þessi fallegi sunnudagur endaði svo með Óskarsverðlauna áhorfi með góðum vinum þar sem loksins, loksins Leonardo DiCaprio fékk verðlaunin eftir allar þessar tilnefningar í gegnum árin. Það var magnað augnablik.

//

We may have gone to Orange today. We may also have looked at the trains at the toy store and gone running around the fountain. Like a few times before. Erik Ómar has been asking to go play in Orange since the last time we were there. My darling boy loves that place. And so do we.

While we had our coffee my big boy slurped his apple juice through a straw. It came in one of the most beautiful jars I have ever seen and of course I kept it. Then he showed his brother how to play with the trains before he ran around the water with the other kids. He loves to play with other kids and it’s so adorable to watch him interact with them. If they don’t understand him he just stands there by their side, smiling. Or follows them around. Still smiling.

Before we went home we stopped by the best juice place in Orange, Growl Juice Pub. Their fruit/vegetable juices are really good and so refreshing. They also make fruit bowls of all sizes with nuts, coconut flour and strawberries on top. Yum.

This beautiful Sunday ended with watching the Oscars with good friends where finally, finally Leonardo DiCaprio got his statue after all the nominations through the years. That was an amazing moment.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.