where my feet go by birgitta sif

Eins og ég minntist á um daginn þá fórum við í bókabúð fyrir helgina. Við trítluðum inn í barnadeildina og beint upp að uppáhalds hillunum mínum þar sem allar fallegu myndabækurnar eru. Það fyrsta sem maðurinn minn tók eftir var bók eftir íslenskan höfund. Ég hoppaði næstum af kæti. Birgitta Sif er ein af mínum uppáhalds barnabókahöfundum og finnst mér bækurnar hennar algjört konfekt fyrir augað og krúttleikinn lekur af hverri blaðsíðu. Við eigum bókina hennar um Óliver og höfum lesið hana nokkrum sinnum. Þessi nýja bók heitir Where My Feet Go og er um lítinn pöndustrák sem eltir fæturnar sínar upp í himininn, yfir fjöll, á bólakaf og út um allt. Þetta er skemmtileg saga með fallegum texta og dásamlegum myndum sem sýna hvernig venjulegar athafnir verða að meiriháttar ævintýrum í augum barnsins.

Hún er ekki komin út á íslensku en gerir það vonandi á næstu mánuðum því íslensk börn bara verða að fá að kynnast þessum sæta pöndustrák og fá að fylgja í fótspor hans um undraveröld ímyndunaraflsins. Við elskum þessa bók og höfum lesið hana mörgum sinnum nú þegar. Báðir strákarnir mínir eru heillaðir. Sá eldri hlustar á söguna og skoðar myndirnar. Sá yngri hefur meiri áhuga á að rífa blaðsíðurnar úr. Okkur leiðist sko ekki með þessa dásemd í höndunum.

//

Like I mentioned the other day, we went to a bookstore before the weekend. We tiptoed our way to the children’s section and went straight to my favorite bookshelves, the ones with all the pretty picture books. The first thing my husband noticed was a book by an Icelandic author. I almost leaped for joy. Birgitta Sif is one of my favorite children’s books authors. Her books are a real treat for the eye and every page is dripping with adorableness. We own her book about Oliver and we have read that one a few times. This new book is called Where My Feet Go and it’s about this little panda boy who follows his feet up into the sky, across mountains, deep under the see and all over the place. It’s a fun story with a beautiful text and charming pictures that show how normal activities become great adventures in the eyes of a child.

This book has not yet been published in Icelandic but it hopefully will during the next few months. Icelandic children simply must get the chance to meet this cute panda boy and follow in his footsteps across the magical world of the imagination. We love this book and we have read it many times already. Both my boys are fascinated by it. The older one listens to the story and looks at the pictures. The younger one is more interested in ripping the pages out. We are certainly not bored with this gem in our hands.

 

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.