viltu vera vinur minn? eftir Bergrúnu Írisi

Barnabækur eru einn af mínum uppáhalds fjársjóðum. Ég hef mikið yndi af því finna góðar og fallegar barnabækur og lesa þær með börnunum mínum. Augun er alltaf opin fyrir nýjum gullmolum þegar við förum í bókabúðir og gæti ég auðveldlega gleymt mér í barnadeildinni ef eldri sonur minn væri ekki sífellt á hlaupum á milli bókahillanna.

Mig langar til að deila með ykkur reglulega hvað það er sem við erum að lesa saman þá stundina. Uppáhaldsbókin þessa dagana er Viltu vera vinur minn? eftir Bergrúnu Írisi. Þetta er dásamlega falleg bók og Erik Ómar elskar litlu kanínuna og leit hennar að vinum. Við lesum hana alltaf að minnsta kosti þrisvar í hvert sinn sem við kúrum okkur saman með bókina og hann ljómar af gleði þegar síðasta blaðsíðan birtist og kanínan áttar sig á að hún er umkringd vinum eftir allt saman. Boðskapurinn er fallegur, myndirnar dásamlegar og kanínukrúttið snertir við manni á hverri blaðsíðu. Ég var ákveðin í að kaupa þetta listaverk fyrir strákana mína ef þeir myndu ekki fá það í jólagjöf og taka með okkur hingað út. Við vorum svo heppin að upp úr einum pakkanum hoppaði þessi dásemd og hefur hún verið í uppáhaldi síðan.

//

Children’s books are one of my favorite treasures. I love finding good and beautiful children’s books and reading them with my kids. I’m always on the lookout for new diamonds when we go to bookstores and I could easily get lost in the children’s section if my older son wouldn’t be running all over the place between the bookshelves.

I want to share with you what we are reading together every now and then. The favorite book these days is Viltu vera vinur minn? by Bergrún Íris. It’s in Icelandic and the title means Do you want to be my friend? It’s a wonderfully beautiful book and Erik Ómar loves the little bunny and her search for friends. Every time we cuddle to read this book, we read it at least three times in a row and his face shines with joy when we reach the last page and the bunny realizes that she is surrounded by friends after all. The moral of the story is beautiful, the pictures are lovely and the cute bunny touches your heart on every page. I had decided to buy this work of art for my boys if they didn’t get it for Christmas and take with us back here. We were so lucky that one of the presents contained this delight and from the moment it jumped into our arms it has been an absolute favorite.

 

0
Share:

1 Comment

  1. Keithbaritone
    February 25, 2016 / 10:19 am

    What a great investment it is to read into the lives of your children. Thank you. We miss you

Leave a Reply

Your email address will not be published.