on my nightstand: pride and prejudice

Bækur eru ákveðinn veikleiki hjá mér. Ég elska bækur. Mér finnst svo gaman að lesa en síðan strákarnir mínir fæddust hef ég ekki gefið mér nægan tíma til þess að slaka á með góða bók. Ég sakna þess svo að hverfa inní heim sem hefur ekkert að gera með raunveruleikann fyrir framan mig. Þess vegna ætla ég að vera duglegri að sökkva mér ofaní blaðsíðurnar þessa önnina á meðan Kristinn les skólabækur og syngur lög. Og leyfa ykkur aðeins að fylgjast með líka. Ég er með stafla af bókum sem ég hef eignast síðan við fluttum hingað út og er markmiðið að klára þær allar áður en við förum heim í sumar. Fyrsta bókin sem ég set á náttborðið er hin dásamlega Jane Austen perla, Pride and Prejudice. Ég hef lesið hana áður en það er langt síðan og ég bara verð að lesa hana aftur, sérstaklega þar sem ég ætla mér að lesa hinar bækurnar hennar í beinu framhaldi.

//

Books are a certain weakness for me. I love books. I really enjoy reading but since my boys were born, I haven’t given myself enough time to relax with a good book. I miss disappearing into a world that has nothing to do with the reality in front of me. That’s why I’m going to be better at diving into the pages this semester while Kristinn reads schoolbooks and sings songs. And I want to invite you to come on this journey with me here on the blog. I have a stack of books that I have acquired since we moved here to California and the goal is to finish them all before we go home this summer.  The first book I will be putting on my nightstand is the wonderful Jane Austen pearl, Pride and Prejudice. I have read it before but it was a long time ago and I just have to read it again, especially since I’m going to read her other books right after this one.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.