nýtt lógó og lestar // a new logo and trains

Ég var að fá nýtt lógó fyrir bloggið mitt – finnst ykkur það ekki fallegt? Alfreð Ingvar vinur minn bjó það til fyrir mig og ég er alveg í skýjunum með þetta meistaraverk.

Framtíðin hefur legið mikið á hjarta okkar þessa helgina og ákváðum við að eyða þessum fallega sunnudegi í Orange. Bæði til þess að hætta að hugsa um framtíðina of mikið og líka vegna þess að okkur líður vel þar. Kaffisopinn á The Aussie Bean klikkar aldrei og heimsóknin í dótabúðina gleður Erik Ómar svo mikið, þó við förum alltaf þaðan í tárum. Honum finnst svo vont að kveðja lestarnar og í dag stóðst ég ekki mátið og plataði eiginmanninn til að samþykkja kaup á litlu lestarsetti til þess að taka með heim. Brio er formlega orðið hluti af fjölskyldunni. Aron Ívar eignaðist líka vin við lestarnar í dag og voru þeir meira en lítið krúttlegir með snuddurnar sínar að fylgjast með stóru strákunum gleyma sér í lestasælu.

//

I got a new logo for my blog – isn’t it beautiful? My friend, Alfreð Ingvar, made it for me and I am so happy with it.

The future has been on our hearts this weekend and we decided to spend this beautiful Sunday in Orange. Mainly so we could stop thinking about the future so much and also because we like it there. A cup of coffee at The Aussie Bean is a must and never fails to please and a visit to the toy store brings so much joy to Erik Ómar, even though we always leave in tears. It’s so hard for him to say goodbye to the trains and today I couldn’t take it anymore and tricked my husband to agree to buying a little train set to take home with us. Brio is now officially a part of this family. Aron Ívar made a friend by the trains today and they were so adorable with their pacifiers, enjoying the train experience while the big boys ran around them in a train bliss of their own.

0

Share:

4 Comments

 1. Jóhanna María Friðriksdóttir
  February 22, 2016 / 10:02 am

  Æði. Svo sætar myndir af lestarstráknum 😉

  • annalilja
   February 23, 2016 / 10:13 pm

   Aw takk fyrir elsku Jóhanna 🙂 hann hefur ekki sleppt lestinni síðan hún var keypt 😉

 2. Keithbaritone
  February 22, 2016 / 10:13 am

  Kristinn would play by the hour with his train. It is so beautiful to see the cycle of life in your family!

  • annalilja
   February 23, 2016 / 10:14 pm

   Thank you Keith! I love it 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.