ljómi, ævintýri og klipping // glitter, adventures and a haircut

Við áttum yndislega kvöldstund í kvöld. Litlir fingur spiluðu á píanóið. Stóri bróðir kenndi litla bróður að opna munninn. “Open wide” sagði hann og tróð ofaní hann seríósi. Þeir fóru í eltingaleik þar sem litli hljóp á eftir stóra með smá hjálp frá mömmu. Þeir hentu seríósi yfir mig og út um allt og skellihlógu. Þeir fóru í bað og skvettu vatni út um allt gólf. Þeir fóru í ferðalag á bílateppinu þar sem alls konar ævintýri gerðust. Þetta var ósköp venjuleg kvöldstund en með smá meiri ljóma en venjulega. Það gerist stundum.

Við fórum líka á fjölskyldudeit í Barnes and Noble/Starbucks þar sem við fengum okkur kaffi, eplasafa og bláberjamöffins. Það sem ein bláberjamöffins getur gert fyrir sálina er ekkert lítið. Erik Ómar sötraði eplasafann sinn, svo flottur með nýju klippinguna. Klippinguna sem ég þurfti reyndar aðeins að laga til þegar við komum heim af klippistofunni þar sem okkur fannst þetta alls ekki nógu vel gert. Það er eins og hársnyrtirinn hafi sleppt lítilli rakvél lausri hér og þar á höfðinu á honum. En með smá hárgel í toppinum er hann svaka töffari og drengurinn er hvort sem er alltaf á hlaupum að örlítið skökk klipping er eitthvað sem enginn tekur eftir. Eftir nokkrar vikur verður þetta búið að jafna sig út. Ég er samt pínu pirruð.

//

We had a very charming evening tonight. Tiny fingers played the piano. The big brother taught the little brother to open his mouth. “Open wide” he said and stuffed some cheerios down his throat. The little one chased the big one on his own two feet with a little help from mamma. They threw cheerios at me and all over the place and laughed their hearts out. They took their bath and splashed water all over the floor. They took a road trip on the car carpet where all kinds of adventures happened. This was a very normal evening with a little bit more glitter around it than usual. It happens sometimes.

We also went on a family date at Barnes and Noble/Starbucks today where we treated ourselves to some coffee, apple juice and blueberry muffins. What one blueberry muffin can do for your soul is amazing. Erik Ómar slurped his apple juice, looking so cool with his new haircut. The haircut that I actually had to fix a little bit when we got home from the salon. It was simply not done well enough. It’s like the hairdresser let a tiny razor go loose here and there on his head. But with some hair gel he looks super cool and the boy is always running anyway. Nobody will notice a little zigzag. In a few weeks this will all be evened out. I’m a little annoyed though.

 Litli fingur að spila. // Tiny fingers playing.

 Bræður að semja tónlist. // Brothers making music.

 Bláberjamöffinsið mitt. Gaf mér knús í sál.

// My blueberrymuffin. It gave my soul a hug.


Flotti strákurinn minn. // My beautiful boy.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.