kærleiksdagur // love day

Það er mánudagsmorgun og ég sit hér með morgunkaffið mitt, fylgist með strákunum mínum leika sér og hugsa um gærdaginn. Í gær var Valentínusardagur og hér í Bandaríkjunum er það stórhátíð í líkingu við þakkargjörðarhátíðina og fleiri hátíðir. Við gerðum þetta að fjölskyldudegi og byrjaði hann með blómum og pönnukökum frá dásamlega eiginmanninum mínum. Erik Ómar hjálpaði til við baksturinn að sjálfsögðu og stóð sig best í að borða þær með tilheyrandi sírópi og klístri út um allt.

Leiðin lá síðan inn í Orange þar sem við eyddum eftirmiðdeginum í gamla bænum, laus við alla tímaramma og gátum því notið þess að labba um og njóta. Það eru svo margar litlar búðir og staðir þarna sem gaman er að skoða og varð The Perfect Circle Cupcakery fyrir valinu í gær. Þetta er mjög krúttlegt bollakökubakarí og þegar ég sá Audrey Hepburn uppá vegg þá var ekki aftur snúið. Við skiptum tveimur dýrindis bollakökum í þrjá parta og vorum ekki lengi að klára þær.

Við fengum okkur að sjálfsögðu kaffi á The Aussie Bean og ég eignaðist loksins minn eigin ferðabolla. Þeir kallast Keep Cup og eru framleiddir í Ástralíu, ótrúlega flottir og getur hver og einn valið sér þá litasamsetningu sem hann vill. Dálítið mikið flott verð ég að segja.

Það er ekki hægt að ganga þarna um og sleppa því að fara inní fallegu dótabúðina. Erik Ómar þekkir lógóið úr fjarlægð og hann veit að þarna inni er borðið með lestunum. Svo það er staðurinn hans. Ásamt hringtorginu með gosbrunninum þar sem hann getur hlaupið um og buslað með höndunum í vatninu.

Við enduðum daginn á kvöldmat á The Pizza Press. Þeir eru með bestu pítsur sem ég hef á ævinni smakkað. Þær eru hæfilega stórar fyrir einn og getur maður valið nákvæmlega hvað maður vill fá á sína pítsu. Algjör snilld. Þemað hjá þeim er svona gamaldags dagblaða stíll sem er ótrúlega heillandi og gerir matinn ennþá betri.

Þessi helgi var algjör draumur með tveimur stútfullum dögum af hamingju með strákunum mínum þremur. Instagramið mitt hefur aldrei verið eins lifandi og getið þið farið þangað inn til að sjá fleiri myndir frá helginni ef þið viljið. Þið finnið mig undir @annaliljae.

//

It’s Monday morning and I’m sitting here with my morning coffee, watching my sons play together and thinking about yesterday. Yesterday was Valentine’s Day and here in America, it is a big deal. It’s a big holiday just like Thanksgiving and the other holidays. We made this a family day and it started with flowers and pancakes made by my wonderful husband. Erik Ómar helped with the baking process of course and he did a very good job at eating them too. With syrup all over his hands and face.

We spent the afternoon in Orange, walking around the Old Town and The Circle, free of any kinds of time frame so we were able to just walk around and enjoy. There are so many little shops and places down there that I love checking out and yesterday we chose The Perfect Circle Cupcakery. It’s a very cute cupcake bakery and when I saw Audrey Hepburn up on the wall there was no turning back. We split two cupcakes three ways and it didn’t take us long to finish them.

We had our coffee at The Aussie Bean and now I am the proud owner of their travel cup. They are called Keep Cup and they are made in Australia, incredibly awesome design and you can choose your own color scheme. I really love the ones I chose.

You can’t walk around this area without stopping by the pretty toy store. Erik Ómar knows their logo by now, from afar I might add, and he knows that it’s the place with the trains he’s allowed to play with. So that’s his place. And The Circle too, with the fountain where he can run and splash with his hands in the water.

Our last stop of the day was at The Pizza Press for dinner. This place is really cool and they have the best pizzas I have ever tasted. Each pizza is big enough for one person and you can choose exactly what toppings you want. From what kind of sauce you like to the very last topping. It’s genius. Their theme and decor is this old fashioned newspaper style which is very charming and it really makes the food taste even better.

This weekend was a dream with two days completely filled with joy and happiness with my three boys. My Instagram has never been more alive and there are a few more pictures from the weekend up there if you want to check it out. You can find me under @annaliljae.

0
Share:

1 Comment

  1. Asta Schram
    February 15, 2016 / 10:01 pm

    Oh, miss you all. Love these places, the Aussie Bean and Pizza Press. Great memories <3

Leave a Reply

Your email address will not be published.