kaffi og fegurðin í deginum // coffee and the day’s beauty

Ég ákvað að það væri kominn tími til að breyta aðeins útlitinu á blogginu mínu. Ég ákvað líka að byrja að skrifa líka á ensku hérna fyrir fjölskyldu og vini sem skilja ekki íslenskuna. Þetta er allt saman ennþá í vinnslu svo ég mun taka næstu daga í að prófa mig áfram og sjá hvernig þetta kemur út. Þið megið endilega segja mér hvernig ykkur líst á þetta.

Við áttum yndislegan morgun í Downtown Orange eða Old Town Orange eins og það heitir víst. Klukkutíma áður en Kristinn átti að mæta í skólann ákváðum við að skella okkur með honum þar sem hann var bara í einum tíma í morgun. Við röltum um fallegu hverfin og í gegnum miðbæinn, fengum okkur dásamlega kaffibolla á The Aussie Bean og kíktum inn í Tiddlywinks sem er ein sú krúttlegasta leikfangaverslun sem ég hef komið inn. Erik Ómar hljóp sinn hring eftir hring á torginu í kringum gosbrunninn. Sólin skein og strákarnir voru svo góðir allan tímann. Ég elska svona daga.

//

I decided it was time to change the look on my blog. I also decided it was time I started writing in English again for my English speaking friends and family. I don’t like the idea of having two blogs anymore so I decided to unite the two and make this my little corner on the internet. A lot of decisions going on here. I hope it works out well. This is still a work in progress and I will be taking the next few days to test this and see how this works. Please tell me what you think.

We spent the morning in Downtown Orange or Old Town Orange like it’s officially called. It was a spontaneous decision, made an hour before Kristinn had to be at school. He only had one class this morning so this was the perfect road trip for the day. We walked around the beautiful neighborhoods and through the downtown area, had the best and most wonderful cups of coffee we have had in a long time at The Aussie Bean and we stepped into Tiddlywinks, this adorable little old fashioned toy store they have there. I was in love. Erik Ómar ran his usual circles around the fountain on The Circle. He was in heaven. The sun was shining and my boys were so good the entire time. I love days like that.

The Aussie Bean // The owner is 1/4 Icelandic so she and Kristinn
became good friends during his first semester at Chapman. It used to be
just a coffee cart on campus but they recently opened this gorgeous coffee place.

Með því betra kaffi sem ég hef smakkað.
// Seriously, it’s better than Starbucks.

Krúttlegustu salernismerki sem til eru.
// The WC logos are the cutest I have ever seen.

Tiddlywinks leikfangaverslunin. Erik Ómar fór strax að leika sér með lestarnar
og eignaðist einn krúttlegan vin í leiðinni.

// Tiddlywinks, the adorable toy store we found in Old Town Orange. Erik Ómar went straight
for the trains and made the cutest friend there.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.